Instagram vikunnar: Katrín Steinunn

Instagram vikunnar: Katrín Steinunn

 

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

Sporty casual. Ég er alltaf í hvítum sneakers og leðurjakka eða kápu við.

Hver er þín uppáhalds Nike flík?

Anorakkur sem virkar bæði á æfingar og hversdags.

Hverjir eru þínir uppáhalds skór í ræktina?

Ég hleyp í LunarEpic Flyknit skóm og Zoom Ja Fly göddum.

Hvernig æfir þú?

Ég æfi 5-6x í viku og inní því eru 3x hlaupaæfingar og 2-3x lyftingaæfingar. Ég tek alltaf hvíld eða active recovery á sunnudögum og stundum á fimmtudögum líka þegar æfingamagnið er mikið.

Hvað er efst á óskalistanum?

Metcons eða Romaleos skór fyrir lyftingarnar! Get ekki ákveðið mig.. kannski báðir 🙂

Hver er þín uppáhalds búð?

Niketown í London er my all time fav en ef það eru ekki íþróttaföt þá versla ég mest í Aritzia, Topshop og Zara. Húrra Reykjavík er líka geggjuð.

Hvað finnst þér ómissandi að eiga í haust/vetur?

Hlaupabuxur sem síga ekki niður, hlýja peysu fyrir útiæfingar og skó sem henta þínum æfingum/hlaupum.

Hver eru þín plön fyrir haustið/veturinn?

Mæta alltaf í skólann, æfa skynsamlega, lifa í núinu og verða betri á öllum sviðum!

Instagram:  katrinsteinunn

 

 

NÝLEGT