Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?
Hann er rosalega misjafn, hann flakkar á milli þess að vera töffaralegur og kvenlegur.
Hverjar eru þínar helstu tískufyrirmyndir?
Ég á mér í raun enga sérstaka, fylgist rosalega mikið með ýmsum skvísum á Instagram og fæ innblástur þaðan.
Uppáhaldsflík?
Pels sem amma mín átti.
Uppáhaldsskór?
Nýir boots frá All Saints eru í miklu uppáhaldi hjá mér núna.
Hvað er efst á óskalistanum?
Louis Vuitton POCHETTE MÉTIS taska.
Uppáhalds búð?
Það er erfitt að velja eina en & Other Stories, All Saints, Zara eru þær sem standa upp úr.
Ómissandi að eiga?
Biker leðurjakki er eitthvað sem gengur við allt hægt að klæða upp og niður.
Plön í sumar?
Ég ætla að njóta þess að vera á Íslandi með fjölskyldu og vinum, ferðast og svo bara láta það ráðast.
Á hvað stefnirðu?
Mig langar til þess að læra ljósmyndun en það er erfitt að negla niður plön þar sem við erum alltaf á flakki vegna fótboltans. Svo er bara spennandi hvað lífið hefur uppá að bjóða hverju sinni.
Instagram:
Vefsíða:
Höfundur: Móeiður/ H Talari