Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?
Stíllinn minn er frekar chillaður og líka frekar breytilegur. Það fylgir því svolítið að vinna í tísku að það sem maður klæðist breytist á milli season-a. Ég er alltaf að fá mér eitthvað nýtt. Eins kúl og það væri að segja “ég fylgi engum trendum” eins og allir gera, þá kemst ég ekki hjá því. Ég fíla trends. Ég vel samt og hafna. Ég reyni líka oftast að velja flíkur út frá praktík og notagildi. Snið, þægindi og ending koma (yfirleitt) fyrst. Er alls ekki hræddur við liti og finnst gaman að fá mér eitthvað sjúklega áberandi annað slagið.
Go-to outfit á venjulegum vinnudegi eru loose gallabuxur, hvítir bulky kicks, hlý peysa og puffy dúnúlpa. Mér finnst líka geðveikt að vera hlýtt og hata að vera kalt. Því kemur ekki til greina að fara út úr húsi þessa dagana án þess að vera pakkaður inn í úlpu, húfu, trefil og hanska.
Ég nota skyrtur lítið og jakkaföt ca. einu sinni á ári. Fyrir fínni tilefni vinn ég með eitthvað einfalt og snyrtilegt; hvítur blank langermabolur, frakki/coach jakki eða önnur álíka einföld yfirhöfn, vel sniðnar dress buxur og hvítir skór.
Á eiginlega bara hvíta skó og næstum því engin svört föt.
Hvert sækir þú innblástur þegar kemur að tísku?
Fyrst og fremst á Instagram. Follow-a alls konar cool accounts og mikið af fata- og skómerkjum. Fer líka tvisvar á ári í innkaupaferðir til Kaupmannahafnar á tískuviku. Dönum tekst einhvern veginn alltaf að vera langt á undan öllum í öllu. Kaupmannahöfn er sjúklega inspiring.
Hver er þín uppáhalds flík?
Ætli mest notaða flíkin mín séu ekki ljósbláu loose Edwin gallabuxurnar mínar. Fullkomið snið á þeim og þær virka við pretty much allt sem ég á. Svo er svarta dúnúlpan mín frá Norse Projects of nice. Sturlað hlý en líka létt og þægileg. OG mjög falleg. Þessar tvær deila fyrsta sætinu.
Hverjir eru þínir uppáhalds skór?
Ég elska alla skóna mína og það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna.
Eins og ég sagði hér að ofan á ég eiginlega bara hvíta skó og þarf alltaf að eiga 2-3 pör af hvítum daily beaters. Þessa stundina eru það hvítir AF1 Lows og hvítir Air Max 1 PRM Jewell (miniswoosh) sem deila efsta sætinu. Alveg hvítu YEEZY V2s fylgja fast á eftir og svo var ég að fá í hendurnar hvíta BBALL Low úr Alexander Wang x adidas Originals collab-inu. Hönnunin á þeim er galin! Sjúklega ánægður með þá en tími semi ekki að nota þá í slabbinu.
Hvað er efst á óskalistanum?
Hvað sem er úr THE TEN – samstarfi Virgil Abloh og Nike. Stærsta, áhugaverðasta, hype-aðasta og best heppnaða skó-collab ársins. Allir skórnir eru sturlaðir og ég yrði himinlifandi með eitt par. Zoom Fly er þar líklega efstur á lista.
Hverjar eru þínar uppáhalds búðir?
Obviously, Húrra Reykjavík. Ég versla mér aldrei föt neins staðar annars staðar. Öll uppáhalds merkin mín eru til sölu hjá okkur og það er miklu hagstæðara fyrir mig að skrifa á mig föt í vinnunni en að kaupa þau annars staðar. Þegar ég fer erlendis elska ég að explore-a local skóbúðir og pick-a stundum upp eitt og eitt par af skóm sem við fáum ekki í Húrra. Foot Patrol í London er í miklu uppáhaldi. Pínulítil en ógeðslega svöl búð, geðveikt social media game og svo eru þeir alltaf með mjög nettar útstillingar/sýningar í andyrinu hjá sér. Svo verð ég að minnast á Kith í New York. Hef reynar aldrei komið þangað en fylgist mikið með búðinni og stofnanda hennar, Ronnie Fieg á Instagram. Kith er að gera geðveika hluti! Fyrsta stopp hjá mér næst þegar ég heimsæki NY.
Hvað finnst þér ómissandi að eiga í haust/vetur?
Góða puffy dúnúlpu eða aðra hlýja og praktíska yfirhöfn. Elska Norse Projects úlpuna mína, fékk mér líka rauða Nuptse úlpu frá The North Face sem ég er búinn að nota mjög mikið. Svo er ég að missa mig yfir nýju Tind úlpunni frá 66°Norður. Ég hef samt ekkert við þriðju dúnúlpuna að gera þannig að hún fær að bíða betri tíma.
Hver eru þín plön í haust/vetur?
Jólageðveikin fer að byrja með desember og fer það sem eftir er af árinu aðallega í vinnu. Svo er ég mjög líklegur í að finna mér sól einhvers staðar fljótlega eftir áramót. Helst í janúar. Janúar er ekkert nema mjög langur mánudagur.
Instagram: olafuralexander