Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Instagram vikunnar: Rakel Grímsdóttir

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

Hann er 90% skandinavískur og 10% eitthvað allt annað. Ég er frekar smámunasöm þegar kemur að fötum og geri kröfur um góð efni og snið. Svo elska ég stórar yfirhafnir, leður, allt kóngablátt, strigaskó, glimmer og glamúr.

Hvert sækir þú innblástur þegar kemur að tísku?

Mér finnst gaman að fylgjast með alls konar fólki með mismunandi stíl á Instagram, Pinterest eða í hinu daglega lífi og taka til mín það sem mér finnst eiga við mig. Annars kemur innblásturinn frá ótrúlegustu stöðum og oftar en ekki þegar ég býst síst við því.

Hver er þín uppáhalds flík?

Leðurjakkinn minn sem er frá PeleCheCoco, hvítur vintage pels og kóngablár kjóll frá Acne.

Hverjir eru þínir uppáhalds skór?

Það er erfitt að gera upp á milli barnanna sinna en akkúrat núna eru það Air Max 95 skórnir mínir sem eru hvítir með ljósbláum details en ég var búin að leita að þeim útum allt þegar ég fann þá loksins í Kaupmannahöfn síðustu jól. Síðan eru í mikilli notkun þessa dagana Air Max 97 og Air Force 1 frá Nike sem passa við bókstaflega allt.

Hvað er efst á óskalistanum?

Það er kominn tími á nýja ræktarskó hjá mér og eru Nike Metcon 3 efstir á lista. Annars eru það ilmkerti og kósý náttföt fyrir veturinn ásamt bodyclock vekjaraklukku svo það verði aðeins auðveldara að vakna í morguntíma í spinning og sund í myrkrinu.

Hverjar eru þínar uppáhalds búðir?

Acne Studios, &Other Stories, Húrra Reykjavík, Ganni, Zara, 66°N, Episode, Geysir og All Saints.

Hvað finnst þér ómissandi að eiga í haust/vetur?

Stórar yfirhafnir, þykkar peysur, fallegur rauður varalitur, rakamaski og gott kaffimál til að taka með sér í skóla eða vinnu.  Ég keypti mér síðan mínar aðrar Nike Tech Fleece buxur í Washington um helgina og ég gæti ekki mælt meira með þeim fyrir veturinn.

Hver eru þín plön í haust/vetur?

Planið er að skila BA ritgerð á næstu vikum og byrja í mastersnámi í lögfræði, halda áfram á fullu í flugnáminu og fljúga eins mikið og ég get. Síðan er ég að fara í vinkonuferð til New York eftir viku og til Argentínu um jólin ásamt fullt af spennandi verkefnum sem eru framundan. Ég elska að hafa mikið að gera þannig ég er hrikalega spennt fyrir komandi tímum.

 Instagram: rakelgr

NÝLEGT