Search
Close this search box.
Instagram vikunnar: Sara Lind Teits

Instagram vikunnar: Sara Lind Teits

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?

Ég er með ansi afslappaðann og frjálsan stíl en ég elska að prófa setja eitthvað nýtt saman og fara aðeins út fyrir þægindarammann, svo er ég með skósýki á mjög háu stigi og elska fátt meira en fallega sneakers.

Hvert sækir þú innblástur þegar kemur að tísku?

Verð að segja instagram, uppáhalds þar inná eru mariakragman, josefinehj, pepamack og andicsinger. Og svo dýrka ég líka að fylgjast með Elísubetu Gunnars á trendnet.


Hver er þín uppáhalds flík?

Keypti hvítar vintage gallabuxur í Spútniik um daginn og eru þær uppáhalds núna.

Hverjir eru þínir uppáhalds skór?

Uppáhalds skórnir mínir eru “Oversized sneakers” frá Alexander Mcqueen sem ég er búin að nota rosalega mikið, þeir passa við allt og er nýtt par á óskalistanum, svo klikka Nike Airforce1 aldrei.

Hvað er efst á óskalistanum?

Það er svo mikið sem poppar uppí hausinn enn efst er “Tindur” úlpan frá 66° sem virðist vera uppseld allstaðar en ég bíð spennt eftir henni ef hún kemur aftur!

Hverjar eru þínar uppáhalds búðir?

Hér heima er það aðallega Zara en erlendis er það All Saints, Cos & Topshop.

Hvað finnst þér ómissandi að eiga í vor?

Must have er falleg kápa og fín sólgleraugu.

Hver eru þín plön í vor?

Ég ætla að reyna kíkja erlendis í smá verslunarferð en annars verður það bara að vinna og einbeita mér að skólanum.

Instagram: saralindteitsdottir

 

NÝLEGT