Search
Close this search box.
Instagram vikunnar: Tania Lind

Instagram vikunnar: Tania Lind

 

Hvernig myndiru lýsa stílnum þínum?

Ég myndi lýsa stílnum mínum sem mjög afslöppuðum, svörtum og töffaralegum. Fer rosalega eftir skapi hvernig ég klæði mig, en ég er algjör sökker fyrir rifnum gallabuxum, plain bol mixað við leðurjakka/blazer og boots. Svo er ég rosa veik fyrir bohemian stílnum, þó svo ég klæði mig ekki mikið eftir honum þá finnst mér alltaf gaman að mixa því við. 

Uppáhalds tískufyrirmyndir?

Ég á mér engar sérstakar tískufyrirmyndir, ég fæ rosa mikinn innblástur frá fólkinu í kringum mig.  Annars eru mínir uppáhalds grammarar, Andi Singer, Maja Wyjh, Camille Charrière, Olsen systurnar og Caroline De Maigret. 

Uppáhaldsflík?

Er rosa veik fyrir yfirhöfnum og er rosa dugleg að fjárfesta í þeim, þannig að ef ég á að velja þá verð ég að segja brúni suede leðurjakkinn minn og svarti oversized blazerinn minn frá AllSaints. 

Uppáhaldsskór?

Svörtu bootsin mín frá AllSaints, mega klassísk og passa við allt. Svo verð ég líka að nefna nýju platform strigaskórnir mínir frá AllSaints, er hægt og bítandi að færa mig meira yfir í sneakers tískuna. Betra seint en aldrei. 

Hvað er efst á óskalistanum?

Kannski ekkert rosalega raunsær óskalisti neitt, en það sem er efst á listanum er Gucci Dionysus suede taskan í svörtu. 

Uppáhaldsbúð?

AllSaints hefur alltaf verið uppáhalds, svo finnst mér alltaf gaman að kíkja í Topshop og Zöru.  

Ómissandi að eiga?

Fín sólgleraugu og fínan leðurjakka er must have!

Plön í sumar?

Plönin mín í sumar er bara að njóta! Ég verð að vinna í AllSaints ásamt því að interna í sumar. Svo er planið að fara á Rock Werchter með kærastanum mínum og vinum. Fer svo til Ítalíu með frænku minni í Júli og frá því ferðarlagi kem ég beint heim í útskrift. Vonandi kíki ég svo eitthvað í heimsókn til Íslands að hitta fjölskylduna og vini, toppar ekkert íslenskt sumar! 

Á hvað stefnirðu?

Stefnan er að vinna hjá tískufyrirtæki í London í nokkur ár, svo langar mig rosalega að færa mig yfir til Parísar, Ítalíu og enda svo í Köben. Er mikill flakkari, ég bjó áður fyrr í Luxembourg/Þýskalandi og sakna ég þess gríðarlega svo aldrei að vita nema ég flytji aftur þangað. Einnig hefur mig alltaf langað til að gera eitthvað sjálf svo hver veit nema maður flytji heim á næstu árum og opni eitthvað nýtt og fínt. Annars væri ég bara ótrúleg sátt ef ég get fengið að vinna við það sem ég elska og ferðast í leiðinni, bið ekki um meira en það.

Höfundur: Tania Lind

NÝLEGT