Instagram vikunnar: Tinna Bergs

Instagram vikunnar: Tinna Bergs

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl? 

60’s – 70’s glamrock með modern twisti.

Hverjar eru þínar helstu fyrirmyndir?

Keith Richards, Patti Smith og Anita Pallenberg.

Hver er þín uppáhaldsflík? 

Saint Laurent svarti leðurjakkinn minn (passar við hvaða outfit sem er) og svo fjólubláu jakkafötin mín sem ég keypti í rauða kross búðinni heima seinasta sumar.

Hvaða skór eru þínir uppáhalds?

Gucci loðnir loafers sem ég keypti um daginn, svo hlýjir og mjúkir.

Hvað er efst á óskalistanum? 

Hvítar high wasted gallabuxur frá Rockins.

Uppáhalds búð? 

Ég á mér ekki neina eina uppáhalds búð , mér finnst skemmtilegra að fara á vintage markaði eða flóamarkaði að skoða um.

Ómissandi að eiga í sumar? 

Flotta skyrtu eða kjól frá Realasation Par. Ég á nú þegar þrjár frá þeim en langar í fleiri fyrir sumarið.

Plön í sumar? 

Plönin mín fyrir sumarið er að fara til New York með kærastanum mínum í 1-2 vikur svo í júní verð ég í 2-3 vikur i Hamburg í Þýskalandi að vinna. Kærastinn minn og hljómsveitin hans eru að taka upp þar, þannig ég ákvað að fara með og vinna þar sem ég er með mjög góða skrifstofu í Hamburg. Við ætlum að koma heim til Íslands í júlí og fara svo til sólarlanda í júlí-ágúst í frí og svo auðvitað njóta lífsins í London.

Höfundur: H Talari / Tinna Bergs

NÝLEGT