Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl?
Mér finnst stíllinn minn geta verið mjög fjölbreyttur en yfirleitt er ég mikið fyrir street style. Stundum er ég dömuleg en oftast er ég í venjulegum hversdagsfötum s.s. bol eða peysu, buxum og strigaskóm. Mér finnst gaman að geta breytt um stíl stundum og prófa eitthvað nýtt.
Hverjar eru þínar helstu tískufyrirmyndir?
Ég á enga sérstaka tískufyrirmynd en skoða mikið Instagram og blog, ég er að follow-a nokkrar skvísur á Instagram sem mér finnst flottar og fæ hugmyndir þaðan t.d. Sofia Richie og Sarah Snyder.
Uppáhaldsflík?
Það er engin ein flík sem kemur upp í hugann en það er alltaf eitthvað í uppáhaldi á hverjum tíma sem ég nota mest. Núna myndi ég segja að það væri svarti gallajakkinn minn úr Topshop af því hann gengur við svo margt. Svo keypti ég mér litla Louis Vuitton tösku í vor sem ég er búin að nota mjög mikið.
Uppáhaldsskór?
Það eru allskonar „sneakers“ en ég er dugleg að versla mér íþróttaskó. Það fer eftir því í hverju ég er, hvaða skó ég nota en í sumar hef ég notað hvíta Nike Airforce 1 mest þannig að ætli þeir séu ekki í uppáhaldi núna.
Hvað er efst á óskalistanum?
Efst á óskalistanum er einhver töff úlpa fyrir haustið og veturinn og einnig langar mig líka í svarta Gucci tösku.
Uppáhalds búð?
Ég reyni að versla töluvert í útlöndum því þar er úrvalið svo miklu meira. Ég myndi segja að Urban Outfitters væri uppáhalds búðin mín vegna þess að ég finn mér alltaf eitthvað flott þar sem ég fíla. Hér heima eru uppáhaldsbúðirnar mínar Húrra Reykjavík, GK Reykjavík og Topshop sem er því miður að loka á Íslandi. Svo er ég einnig mikið fyrir íþróttaverslanir því ég elska íþróttaföt- og skó.
Ómissandi að eiga?
Mér finnst ómissandi að eiga góða sneakers og flott sólgleraugu. Ég fell allavega alltaf fyrir því.
Plön í haust?
Plönin mín í haust eru að standa mig í skólanum, reyna að ferðast eitthvað, vera dugleg að rækta líkamann og leggja vinnu í félagsstörfin í skólanum. En ég er í ritnefnd Viljans sem er skólablað í Verzló og í Skáknefnd Verzló.