Einhverjir kannast eflaust við Intermittent Fasting en það er ekki langt síðan ég heyrði fyrst af því. Mig langaði að prófa eitthvað nýtt í mataræðinu mínu og held ég að Intermittent Fasting sé góð áskorun til að prófa. Sjálf er ég að reyna finna bestu leiðina fyrir mig að heilbrigðum lífsstíl en ég er engan veginn að segja að þetta sé besta leiðin heldur er ég að bara að prófa mig áfram. Ég hef verið að vinna með að fasta í 14 klukkutíma af deginum og hef þá 10 tíma til að borða allar mínar máltíðir yfir daginn og hefur það gengið vel. Intermittent Fasting hjálpar mér við að minnka át á kvöldin og þá er ég heldur ekki að fara of södd að sofa. Ég ætla að leyfa ykkur að sjá hvernig dagur hjá mér í þessu mataræði lítur út en vill taka það fram að þessi dagur er einstaklega hollur.
Mér finnst best að byrja daginn á stóru vatnsglasi með sítrónu ásamt mínum vítamínum og heilsuskoti – með því fer meltingin mín í gagn.
Súkkulaði hafragrautur með jarðaberjum, banana, kókosflögum og möndlumjólk
13:00
Pre-workout – tók hlaupaæfingu klukkan 14:00 og finnst betra að vera með smá orku þá.
16:00
Gatorade eftir hlaup – kannski ekki besti valmöguleikinn en finnst gott að fylla á
helstu steinefni og vitamín eftir langt hlaup og var Gatorade þar sem átti til í ísskápnum í þetta sinn
17:00
Snarl – Heil paprika og þrjár hrískökur með pestó, gúrku og sesam fræjum
19:00
Grænt karrý með grænmeti og tófu
20:00
Kvöldsnarl – banani með grófu hnetusmjöri og því síðasta máltíð dagsins.
Mér finnst ég ná auðveldlega að borða allar mínar máltíðir innan 10 tíma en er samt sem áður ekki að stressa mig á því ef ég þarf að borða fyrr/seinna á daginn.
Takk kærlega fyrir lesturinn og ef þið viljið nálgast einhverjar fleiri uppskriftir og fleira getiði kíkt á www.healthbyhildur.com og á Instagram.