Intermittent fasting, morgunskot og vítamín

Intermittent fasting, morgunskot og vítamín

Morgunskot

Það fyrsta sem ég fæ mér áður en ég byrja að borða er rauðrófusafi, eplaedik, hörfræolía og cayenne pipar. Ég geri mér alveg frekar stóran skammt en þetta er um það bil hálft glerglas úr Ikea þegar ég er búin að blanda þessu öllu saman. Flestir meika samt ekki að taka nokkra sopa af þessu og vilja bara taka þetta sem eitt skot. Þá væri uppskriftin svona:

  • 30ml rauðrófusafi 
  • 30ml eplaedik
  • 2msk hörfræolía
  • Dass af cayenne pipar ofaná 

Skot

Benefits

Cayenne-pepper-benefitsBeetrootHorEplaedik2

Vítamín

Ég tek alltaf fjölvítamín fyrir konur frá NOW sem heitir EVE, svo tek ég D-vítamín frá NOW, lýsi og Sugarbear hair ef það telst með sem vítamín.

Sb-8

D_vit_opt

NOW-00368-3

Now

Hugmynd af matseðli fyrir dag á Intermittent fasting

  • Klukkan 12:00 (hádegis/morgunmatur): Byrja á morgunskoti og vítamínum. Fæ mér svo eitthvað mjög næringarríkt. Ég er búin að vera að fá mér hafrabrauð með spældu eggi og osti. Annars fæ ég mér hafragraut með epli eða banana.
  • Klukkan 14:30 og klukkan 17:00: Boost (skyr, banani, ber og mangó), 10 möndlur og 2 egg, banani með hnetusmjöri, Trek Bar og Chia skvísa, flatkaka með avocado og kjúklingaáleggi, hrökkbrauð með eggi/kotasælu og grænmeti og skyr og ávöxtur.
  • Klukkan 19:00 (kvöldmatur): Kjúklingur/lax/nautakjöt, grænmeti og sætar, egg og grænmeti, næringarrík súpa, kjúklingasalat og hakk og með því (td. burrito eða bara hakk og sætar).

Ég fer ekki eftir neinum matseðli, ég finn meira bara hvort ég sé mjög svöng eða í hvaða stuði ég er í en gott er að hafa eitthvað svona viðmið til þess að maður passi að fá inn næg næringarefni á þessum 8 tímum. Ef ég er til dæmis að fara á æfingu eftir kvöldmat sem ég geri mjög oft finnst mér til dæmis mjög gott að skipta morgunmat og kvöldmat út fyrir hvort annað. Fá mér eitthvað kjöt eða egg sem fyrstu máltíð og fá mér eitthvað léttara fyrir æfingu eins og hafragraut. Svo verður maður bara að passa að borða nógu mikið á þessum 8 tímum, það er auðvelt að gleyma sér og borða of lítið og þá verður maður bara orkulaus á æfingum og líkaminn fær ekki næga næringu.

Lala

Þið megið endilega hafa samband ef þið eruð með einhverjar spurningar og svo mun ég gera aðra færslu þegar ég er búin að vera lengur á þessu og sé frekari breytingar. 

NÝLEGT