Ketó-vænn ís í hollari kantinum

Ketó-vænn ís í hollari kantinum

Nú þegar styttist óðum í helgina er ekki úr vegi að grafa upp eina holla uppskrift af gómsætum ís. Ef þú ert á ketó, sykurlausu eða lágkolvetna matarræði er þessi ís hinn fullkomni eftirréttur og góð leið til þess að verðlauna þig eftir erilsama viku.

Innihald:

  • 40 g fínmöluð sæta, sweet like sugar frá Good Good
  • 500 ml laktósafrír rjómi
  • 100 g pekanhnetur
  • 50 g ósaltað smjör
  • 1 tsk vanilludropar
  • 40 g súkkulaðibitar, má sleppa

Aðferð:

Steikið fyrst grófhakkaðar pekanhnetur upp úr smjörinu og takið til hliðar þegar þær hafa brúnast aðeins.

Hellið hnetunum yfir í háa krukku sem er helmingi stærri en magnið af ísblöndunni.

Hellið rjóma og sætuefni ásamt vanilldropum saman við hneturnar og lokið.

Hristið nú krukkuna vel eða þar til það hættir að heyrast gutl í henni. Þetta getur tekið 1-3 mín.

Setjið krukkuna í frysti. Gott er að hræra í blöndunni eftir 1 klt og láta svo frjósa áfram í 2 klt lágmark.

NÝLEGT