Alexander Jarl
1 – Helgi Ársæll. Kannski furðulegt svar, en hann opnaði nýjar víddir fyrir mér með hæfileikum sínum og ýtti mér þar með upp á næsta level.
2 – Arnar Freyr er miklu uppáhaldi núna eftir nýju Úlfaplötuna.
3 – Class B, borið fram eins í öllum föllum.
4 – Loneryder eftir EthyOne. Þessi plata er monumental í íslensku hiphoppi. Engin önnur plata kemur til greina. If you don’t know, now you know.
Ari Ma
1 – Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
2 – Birnir og Floni.
3 – Bent og Blaz.
4 – XXX Rottweiler platan.
Birnir
1 – Það er enginn einn Íslendingur sem hefur haft mest áhrif – bara fullt af listamönnum útum allan heim.
2 – Þeir eru nokkrir: Herra Hnetusmjör, Krabba Mane & Prince Fendi til dæmis.
3 – Bent er up there og GP Money.
4 – Platan hans Gísla og svo platan sem ég er að fara gefa út.
Countess Malaise
1 – Besti vinur minn Lord Pusswhip tbh.
2 – Aron Can og Blackpox.
3 – Countess Malaise er best.
4 – Veit ekki, það er svo mörg næs mixteip/plötur væntanleg sem ég veit af. ég vil ekki tjá mig um það eins og er :3.
Herra Hnetusmjör
1 – Joe Frazier.
2 – Helgi Sæmundur.
3 – Ég.
4 – Gísli Pálmi.
Huginn
1 – Ýmir Rúnarsson eða whyrun, því ég væri ekki að gera tónlist án hans.
2 – Fýla þetta allt, og tjekka á öllu en enginn einn uppáhalds. Allir bestir.
3 – Gísli Pálmi, fyrir að rífa senuna upp á annað level.
4 – Platan hans Gísla Pálma, Love Hurts með Sturla Atlas, og Þekkir Stráginn með Aron Can, því þær kveiktu áhuga hjá mér til að gera eigið dót.
Joey Christ
1 – Arnar Ingi aka Young Nazareth.
2 – Birnir, Krabba Mane & Yng Nick.
3 – Gísli Pálmi.
4 – Tívolí Chillout – Introbeats, Þekkir Stráginn – Aron Can, Gísli Pálmi – Gísli Pálmi.
Lord Pusswhip
1 – Bngrboy eða LV Pier.
2 – Countess Malaise.
3 – Ég myndi segja TY úr Geimförum.
4 – Verð að segja fyrsta platan með XXX Rottweiler Hundar þótt það sé smá klisja.
Salka Valsdóttir
1 – Sko, fullt en ef ég þarf að velja einn myndi ég segja Dj flugvél og geimskip.
2 – Í dag, sennilega Countess Malaise þessa daganna en annars er ótrúlega mikið af frábærum röppurum á Íslandi
3 – Það er mjög erfið spurning, það er svo mikið af ólíkum stílbrögðum og tímabilum í rappi. En þarna ofarlega á lista hjá mér eru TY og samstarfskona mín Jóhanna Rakel eða Cheesy Jay (YNG NICK).
4 – Mín uppáhalds er Bubblegum Bitch með Alviu, ógeðslega gaman að hlusta á hana í gegn.
Eins og sést hér að ofan eru svörin við spurningunum nokkuð fjölbreytt þrátt fyrir að nokkrir séu á sama máli með sumt. Að lokum mun ég láta mínar eigin skoðanir í þessum málum í ljós.
Minn uppáhalds íslenski rappari í dag er Flóni, bæði 2 lögin sem hann hefur gefið út opinberlega, Tala Saman og Leika (ásamt hinu deep-web certified hood classic Ungir Strákar) eru svo ótrúlega góð að ég kemst varla yfir það og ég bíð gífurlega spenntur eftir nýrri tónlist frá meistaranum.
Besti íslenski rappari allra tíma er hann Gísli Pálmi Sigurðsson.
Besta íslenska rapp plata allra tíma er Gísli Pálmi, en einnig vil ég nefna sjálftitluðu plötuna hans Móra(2002) og City of Actavis eftir Lexa Picasso.
Hvað finnst lesendum?
Hröð uppleið íslensku rapp-senunnar í bæði vinsældum og gæðum hefur verið mér mikið hugðarefni síðustu daga. Ástæða þessarar uppsveiflu íslensks rapps er vissulega samspil margra mismunandi þátta; brautryðjandi tónlist Gísla Pálma, auðvelt aðgengi að tónlistarbúnaði vegna tækniframfara, auknar vinsældar rapptónlistar á heimsvísu og margt fleira. Eitt sem ég hef sérstaklega tekið eftir í íslensku rapp-senunni er samstaða rapparanna, allir eru vinir og íslenskt rapp-beef hefur tæplega sést í mörg ár. Að einhverju leyti er þetta líkt því sem er í gangi í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar eru allir vinir, vinna saman, styðja hver annan og þannig stjórna þeir leiknum í sameiningu. Til þess að fá betri heildarsýn á íslenska rappmenningu hafði ég samband við nokkra íslenska rappara og spurði þá alla sömu spurninganna um íslensku rapp senuna:
- Hvaða Íslendingur hefur haft mest áhrif á tónlistina þína?
- Hver er uppáhalds íslenski rapparinn þinn í dag?
- Hver er besti íslenski rappari allra tíma?
- Hver er besta íslenska rapp-plata allra tíma?