Íþróttir er lífstíll

Íþróttir er lífstíll

Aldisfotbolti2

Aldisfotbolti

Aldisfotbolti5

Ég er heppinn að alast upp í litlu bæjarfélagi þar sem fótbolti er bæjaríþróttinn sem á sama tíma gerir það að verkum að allir bæjarbúar hafa áhuga á íþróttinni. Þegar ég fer út í búð koma margir upp að mér og spyrja; “…hvenær er næsti leikur?” eða “…gengur betur næst” osfrv. Fótboltinn skiptir bæjarbúa rosalega miklu máli og þeir vilja að liðinu gangi vel sem á sinn hátt hefur áhrif á bæði liðið og einstaklingana í liðinu. Fyrir mér er þetta stór ástæða þess að ég er ennþá á fullu í fótbolta með ÍA.

Aldisfotbolti_2

Aldisfotbolti_3

 

ÍA byggir sitt starf á ungum og efnilegum stelpum og strákum. Ég er sjálf 21 árs og er með þeim elstu í mínu meistaraflokksliði. Í sumar spiluðum við nánast eingöngu á uppöldum skagastelpum. Ég hef eytt miklum tíma með þessum stelpum og mér finnst liðsheildin til fyrirmyndar. Tilhlökkuninn að setjast inn í klefa með þeim, fara á æfingu eða spila leik er alltaf til staðar því þetta er okkar klúbbur og við stöndum saman fyrir okkar árangri.

Strákarnir hafa verið í basli í sumar og hafa aldrei náð sér almennilega á strik. Byggt á þessum ástæðum sem ég nefndi hér að framan og þeirri staðreynd að liðið okkar er byggt á heimamönnum þá er ég sannfærð um að þeir munu fara strax aftur upp í Pepsí deild karla. Skagahjartað er mjög sterkt og eitt ár brýtur okkur ekki niður – það er ég sannfærð um.

Image_1506442726701Að stunda íþróttir er lífstíll og ég hvet alla til þess að finna það sem þeir virkilega fíla og finnst þeir ekki geta verið án. Hvort sem það er að fara í ræktina, mæta í badminton, taka göngutúr eða fara í fótbolta eins og ég geri skiptir ekki öllu máli. Lifum í núinu og njótum þess. 

Í sumar spilaði ég í Nike Mercurial Vapor bleikum sem ég keypti í H Verslun

 Aldís Ylfa

 

NÝLEGT