Jakobína Grandi 101

Jakobína Grandi 101

Markmiðasetning finnst mér mjög mikilvæg. Mér finnst gott að hafa eitthvað til að stefna að. Það heldur mér gangandi. Til að ná markmiðum mínum finnst mér best að skrifa þau niður eða segja einhverjum frá þeim. Þannig set ég smá pressu á sjálfa mig sem mér finnst gott.

Mér finnst það mikil forréttindi að geta leiðbeint fólki í átt að heilsusamlegra líferni. Það gefur mér ótrúlega mikið að sjá aðra bæta lífsgæði sín og ná markmiðum sínum.

Framundan hjá mér er eitt af mínum stærstu verkefnum hingað til. Opnun á nýrri líkamsræktarstöð, Grandi 101, þar sem megin áhersla er lögð á bætta heilsu hjá meðlimum stöðvarinnar. Það er aðeins stærra markmið þegar það snýr að fjölda fólks en það gerir markmiðið líka enn meira spennandi. Mér finnst það mikil forréttindi að geta leiðbeint fólki í átt að heilsusamlegra líferni. Það gefur mér ótrúlega mikið að sjá aðra bæta lífsgæði sín og ná markmiðum sínum.

Þrátt fyrir opnun nýrrar stöðvar mun ég að sjálfsögðu æfa eins og ég mögulega get. Svo eru nokkur mót í byrjun árs sem ég horfi til en ætli ég verði ekki að sjá til hvernig málin þróast.

Höfundur: Jakobína Jónsdóttir

NÝLEGT