Search
Close this search box.
„Jóga er mjög góð leið til að vinna með sjálfan sig og tengjast sálinni“ – Arnór Sveinsson

„Jóga er mjög góð leið til að vinna með sjálfan sig og tengjast sálinni“ – Arnór Sveinsson

Arnór Sveinsson er 35 ára jóga kennari, „leitandi og finnandi,“ eins og hann lýsir sjálfum sér, sem er sífellt meira á leiðinni inn á við: „Allt sem við upplifum gerist innra með okkur og sem leitandi leita ég að aðferum sem hjálpa mér að leita dýpra inn á við og í leiðinni leyfi ég öðrum að læra af mér og verða samferða á þessu ferðalagi.

Arnór leggur mikla áherslu á að kenna fólki að tengjast sjálfu sér á jákvæðan hátt, hann leggur áherslu á að kenna nemendum sínum að finna jákvæðan ásetning og losa sig við hindranir og hömlur. Hann leggur mikla áherslu á að læra að næra sig með jákvæðum hugsunum og góðum ásetningi.

Arnór hefur kennt Jóga og vitundartengd námskeið frá því í september 2013, árið sem hann lauk Jógakennaranámi í Jógaskóla Kristbjargar Kristmundardóttur. Hann hefur ferðast víðsvegar um heiminn og sótt fjöldan allan af námskeiðum sem tengjast Jóga, hugleiðslu og andlegri vinnu: „Ég varði dýrmætum tíma með munk í fjöllum norður Tælands þar sem ég fór í djúpa innri vinnu og lærði hugleiðslur sem er undirstaðan í nálgun minni og leiðbeiningum í dag. Þessi munkur var í raun minn fyrsti kennari. Á þessum tíma lærði ég að um leið og maður fer að stunda hugleiðslu í gegnum jóga þá fer smátt og smátt það sem maður þarf ekki í lífinu að hverfa frá manni“ – segir Arnór en hann leggur mikla áherslu á öndun í allri sinni nálgun.

Arnór kenndi Jóga í Álftanesskóla í 2 ár og hefur góða reynslu sem krakkajóga kennari: „Ég tel jafn mikilvægt að kenna börnum jóga eins og fullorðnum. Jóga er mjög góð leið til að vinna með sjálfan sig og tengjast sálinni. Jóga hjálpar börnum líkt og fullorðnum að slaka á, jarðtengja þau og hjálpar þeim að ná jafnvægi í lífinu. Börn eru undir miklu áreiti á hverjum degi og hjálpar jóga þeim að losna undan þessu áreiti og þeirri streitu sem þau eru undir. Allt þetta neikvæða áreiti dregur úr orku en jóga er góð leið til að safna jákvæðri orku“ – segir Arnór.

Sumarið 2016 fluttist hann út í sveit og varði þar einu ári ásamt góðu fólki. Þar bauð hann upp á Endurnærandi helgar og leiddi þáttakendur inn á við í Jóga, hugleiðslum, samfloti og öndun ásamt stórum skömmtum af íslenskri náttúru. 

Nóvember 2018 kláraði hann kennaranám hjá Guðna Gunnarssyni og er honum afar þakklátur fyrir það tækifæri. Guðni er að sögn Arnórs einn fróðasti og reynslumesti kennari sem hann hefur hitt.

Í desember 2018 lauk Arnór svo kennaranámi í Wim Hof aðferðarfræðinni og hefur innleitt þá þekkingu í sína kennslu. En Wim Hof aðferðin byggir á þremur stólpum sem eru kuldaþjálfun, öndun og hugleiðsla.

Í dag er Arnór með aðsetur í Skeifunni og leiðir flest alla sína tíma hjá Primal Iceland. Þar kennir hann meðal annars byrjendanámskeið, framhaldsnámskeið, hugleiðslunámskeið, öndunarnámskeið og Wim Hof námskeið ásamt því býður hann einnig upp á einkatíma. Arnór hefur mikla þekkingu á taugakerfinu: „ég kenni nemendum mínum hvernig þeir geti notað öndunina til að stýra líðan sinni og róa taugakerfið með einfaldri öndunar tækni. Þetta hefur jákvæð áhrif á svefninn okkar og almenna líðan yfir daginn“ – segir Arnór.

Arnór hefur einnig verið að vinna við kakó hugleiðslur og býður reglulega upp á innri ferðalög með aðstoð kakósins.  Hann fór til Guatemala og lærði að nýta þessa mögnuðu plöntu eins og Mayarnir gerðu og gera, þetta er gert til þess að ferðast dýpra inn í sjálfan sig og tengjast uppruna sínum, samkvæmt Arnóri.

Ásamt því að vera með tíma hjá Primal Iceland elskar Arnór að vinna úti í náttúrunni og nýtir hana til þess að leiða nemendur inn á við. Hann býður þar af leiðandi upp á eins mikið af viðburðum úti í náttúrunni og hann getur. Hann er reglulega með úti Yoga (Snjóga á veturnar) og hugleiðslur úti. Svo býður hann reglulega upp á Endurnæringar (retreat) helgar þar sem fólk getur komið og endurnærst í nærandi íslenskri náttúru. Þar leggur hann áherslu á slökun, öndun, samflot og tónheilun í vatni, flotþerapíu, jóga, hugleiðslur, heilsufæði, náttúruferðir ofl.

Ein af þeim þerapíum sem Arnór hefur sérhæft sig í er Flotþerapía bæði með tónheilun og án. „Flotþerapía er slökun og sjálfsheilun í vatni. Vatnsslökun getur haft ótrúlega jákvæð áhrif á heilsu okkar og hef ég sérhæft mig í því að hjálpa fólki á þessu sviði. En í vatninu slökum við algjörlega á þar sem þyngdaraflið sleppir okkur og með aðstoð heilandi hjóða og undir handleiðslu leiðbeinanda skapast hið fullkomna ástand fyrir djúpslökun og jafnvægi“. Hljóðheilun er mjög öflug aðferð til slökunar og hugleiðslu, „tíbesku tónheilunarskálarnar sem ég spila á geta fært okkur ennþá dýpra í hugleiðslu ástandið og hjálpað okkur að upplifa hluti sem við höfum ekki upplifað áður. Heilun með þessari ástundun nærir, róar og gefur einstaka upplifun“.

„Að stunda jóga losar okkur undan áreiti dagsins, allt þetta áreiti dregur úr orku en jóga er leið til að safna orku. Það ræktar sjálstraust og jákvæðni og eykur meðvitund um hollt matræði. Jóga kennir okkur líka að við erum ekki öll eins né með sömu væntingar og það er í lagi. Reynsluna sem ég hef öðlast nýti ég mér til þess að ferðast dýpra inn í mína eigin tilvist og tengjast mínum uppruna og tilgangi. Minn tilgangur er að ljóma og læra og þannig aðstoða þá sem ertu tilbúnir að ljóma og ganga til sjálfs síns og tengjast uppruna sínum“ – segir Arnór.

Allir viðburðir sem Arnór býður uppá eru auglýstir á heimasíðu hans, Instagram og Facebook síðunni.

Hvetjum við ykkur til þess að fygjast með honum á þessum miðlum og gefa ykkur tækifæri árið 2020 til að leita inn á við og tengjast ykkur sjálfum á jákvæðan og góðan hátt.

https://www.yogaarise.com/

https://www.instagram.com/yoga_arise/

NÝLEGT