Search
Close this search box.

ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Jóla kollagen kúlur

Jóla kollagen kúlur

Skemmtilegasti tími ársins er gengin í garð fyrir jólabarn eins og mig og alltaf gaman að stússast í eldhúsinu í jólabakstri og finna kökuilminn fylla heimilið. Ég baka alltaf eitthvað fyrir jólin fyrir heimilisfólkið eftir því hvað er á óskalista hjá börnunum hverju sinni og geri líka hollari sætindi fyrir mig til að eiga þegar mig langar í eitthvað sætt trít. Síðustu ár hef ég tamið mér að nota hollari sætuefni sem fara betur með blóðsykurinn og kroppinn. Það heldur mér í betra jafnvægi og kemur í veg fyrir að ég missi mig í sætindunum og leyfi mér því að njóta þess að fá mér hollari mola með kaffinu af einhverju heimagerðu góðgæti.

Þetta árið prófaði ég að nota kollagen í orkukúlurnar mínar sem ég nota reglulega yfir árið sem millibita. Kollagen er eitt af mínum uppáhalds bætiefnum og ég nota það daglega fyrir betri heilsu, sterkari bein, fallegri húð, hár og neglur. Því er tilvalið að lauma því í jólabaksturinn! Ég ætla að deila með ykkur uppskrift að jóla kollagen kúlum sem eru sneisafullar af næringu, trefjum, próteini og fitu og eru þar að auki sykurlausar. Þær henta fyrir þá sem eru á lágkolvetna og ketómataræði og okkur hin líka. Þessar kúlur eru frábært millimál til að grípa í og hafa með sér á ferðinni enda metta þær vel, draga úr sætindalöngum og hjálpa okkur að halda góðu blóðsykursjafnvægi yfir daginn. Jóla kollagen kúlurnar eru algjörir hollustumolar og ég mæli með því að þið hjúpið þær í sykurlausu súkkulaði til að gefa þeim meiri gúrm og sætu.

Nældu þér í eintak af súkkulaði uppskriftabæklingnum mínum ef þig langar til þess að eignast mínar uppáhalds uppskriftir að sætindum, smákökum og bakkelsi sem allar eru án sykurs, hveitis og mjólkurvara hér

Jóla kollagen kúlur

 • 2 msk möndlumjöl frá Now
 • 2 msk hörfræjamjöl frá Now
 • 2 msk Collagen peptides frá Now
 • 1 msk kakó duft frá Himnesk Hollusta
 • 2 msk möndlu og heslihnetusmjör frá Monki
 • 1 msk chia fræ frá Himnesk Hollusta
 • 7-10 dr English toffe stevia frá Now
 • 1-2 tsk kanill frá Himnesk Hollusta
 • ½-1 tsk kardimommur frá Kryddhúsið
 • ¼ b volgt/heitt vatn
 • ¼ tsk negull

Toppa með:

 • ¼ b kókósmjöl
 • 1 msk hakkaðar heslihnetur
 • 1 plata Sukrin Orginal súkkulaði

Aðferð:

 • Skellið öllum hráefnum í matvinnsluvél nema kókósmjöli, heslihnetum og Sukrin súkkulaði.
 • Hrærið þangað til allt er blandað vel saman og orðið að deigi.
 • Bætið við smá volgu vatni ef ykkur finnst þörf eða bætið smá möndlumjöli ef deigið of þunnt.
 • Mótið í litlar kúlur ca 10 stk, veltið upp úr kókósmjöli eða bræðið súkkulaði yfir.
 • Bræðið Sukrin súkkulaði yfir vatnsbaði, hjúpið kúlurnar upp úr súkkulaðinu og toppið með hökkuðum heslihnetum.
 • Setjið á bakka og inn í ísskáp eða frystir. Geymist í 4-5 daga í ísskáp.

Gleðilegan jólabakstur