Mjúkir kanilsnúðar með jólaívafi

Mjúkir kanilsnúðar með jólaívafi

Hér setur Linda Ben sína frægu kanilsnúða í hátíðarbúning og er óhætt að segja að útkoman sé dásamlegt.

  • 7 g þurrger
  • 120 ml volgt vatn
  • 120 ml volg mjólk
  • ½ dl hrásykur frá Muna
  • 80 g brætt smjör
  • 1 tsk salt
  • 1 egg
  • 450 g fínt spelt frá Muna

Aðferð

  1. Byrjað er á að setja volgt vatn og volga mjólk ásamt gerinu í litla skál og hrært smá til að þurrgerið blotni.
  2. Setjið sykur, smjör, salt og egg í stóra skál og hrærið saman.
  3. Bætið svo nánast öllu hveitinu út í, skiljið um það bil 50 g eftir, og hellið gerblöndunni líka ofan í stóru skálina. Hnoðið deigið saman þangað til allt hefur blandast vel. Deigið á að vera klístrað en ef það er ennþá mjög blautt setjið þá restina af hveitinu út í.
  4. Látið deigið hefast í 1 – 1 ½ klst eða þangað til deigið hefur tvöfaldast í stærð.

Fylling:

  • 120 g mjúkt smjör
  • 2 dl sykur
  • 2 msk kanill
  • 200 g haframúslí með eplum og kanil frá Muna
  • 1 stórt rautt epli
  1. Þegar deigið hefur hefað sig dreifið þið svolítið af hveiti á borðið, takið deigið úr skálinni og fletjið það út í um það bil 20×40 cm flöt.
  2. Blandið saman mjúku smjöri, sykri og kanil í skál, hrærið þar til blandað saman. Smyrjið kanilsykurssmjörinu yfir allt deigið.
  3. Dreigið múslíinu yfir.
  4. Skerið eplið í litla bita og dreifið yfir deigið.
  5. Rúllið svo upp deiginu frá 40 cm endanum í lengju og skerið hana svo í 8 bita.
  6. Smyrjið hringlaga form með gati í miðjunni og raðið snúðunum ofan í formið.
  7. Leggið hreint viskustykki yfir formið og látið snúðana hefast í um það bil 30 mín.
  8. Stillið ofninn á 175°C og undir og yfir hita.
  9. Setjið snúðana í ofninn og látið bakast í 35-45 mín eða þangað til þeir eru orðnir fallega gullnir á litinn.

Glassúr:

  • 4 msk smjör
  • 400 g flórsykur
  • ½ tsk vanilludropar
  • 2-3 msk heitt vatn
  • 2 msk rjómaostur (má sleppa, en er voðalega gott)
  1. Á meðan snúðarnir eru í ofninum er gott að útbúa glassúrið. Það er gert með því að bræða smjörið í potti og bæta svo flórsykrinum útí og hrært vel.
  2. Bætið svo vanilludropunum útí ásamt heitu vatni. Best er að setja vatnið hægt út í og hræra vel eftir hverja skeið. Setjið 2 skeiðar ef þið viljið sleppa rjómaostinum, annars 3 msk.  Hrærið rjómaostinn saman við.
  3. Smyrjið svo glassúrinu yfir í því magni sem þið viljið.

MUNA (@muna_himneskhollusta) • Instagram photos and videos

NÝLEGT