Íris Blöndahl deilir hér með okkur jóla súkkulaðiklöttum sem hún gerði á aðventunni. Súkkulaðiklattarnir eru tilvalin tækifærisgjöf um jólin til þess að gleðja sína nánustu.
Uppskrift:
- 160 gr suðursúkkulaði
- 160 gr mjólkursúkkulaði
- 1 dl kókosflögur frá Himneskri Hollustu
- 1/2 dl hampfræ frá Himneskri Hollustu
- 1/2 dl hesilhnetur
- 1/2 dl kashjúhnetur frá Himneskri Hollustu
- 1/2 tsk gróft salt
Aðferð:
Bræðið súkkulaðið, en passið að brenna það alls ekki. Setjið bökunarpappír í form (30 x 20 passar mjög vel). Hellið súkkulaðinu ofan í formið og stráið öllu innihaldsefninu yfir. Hrærið létt með gaffli til að blanda þessu öllu saman og setjið svo í kæli. Skerið eða brjótið súkkulaðið niður í mátulega stóra bita.