Search
Close this search box.

ÁSDÍS GRASA

Ásdís graduated with a BSc in herbal medicine in 2005 from the University of East London in the UK and has run her own interview studio for years where thousands of individuals have sought her advice. Ásdís has a great passion for communicating the health message to as many people as possible and holds regular health-related lectures and courses all over the country. Ásdís is a member of the International Institute of Medical Herbalists. Ásdís’ job as a herbalist is first and foremost to treat the body in a holistic and natural way towards improved health and well-being.
Jólabakstur með Ásdísi

Jólabakstur með Ásdísi

Súkkulaði jólanammi

½ bolli bráðin kókósolía

2/3 bolli hreint kakóduft

1 msk tahini eða möndlusmjör

3 msk hunang

½ tsk kanill

¼ bolli gróft saxaðar pistasíuhnetur

¼ bolli gróft saxaðar saltaðar möndlur

2-3 msk kókósmjöl

½ bolli goji ber

 • Hrærið saman í skál bráðinni kókósolíu, kakó, möndlusmjöri, hunangi og kanil þar til vel blandað saman.
 • Setjið bökunarpappír á ofnplötu og hellið súkkulaðiblöndunni ofan á bökunarpappírinn og dreifið úr með sleif.
 • Toppið með söxuðum hnetum, goji berjum og kókósmjöli (megið nota hvaða hnetur eða fræ eða þurrkaða ávexti sem er).
 • Setjið í kælir eða frystir og brjótið svo í hæfilega munnbita og njótið.
 • Ath að súkkulaðið bráðnar fljótt við stofuhita þannig best að láta ekki standa of lengi.

Hnetusmjörs- og súkkulaðibitakökur

1 bolli fínt hnetusmjör

1/3 bolli hunang (má vera ¼ b)

1 tsk matarsódi

½ bolli súkkulaðidropar

1 egg

 • Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman í skál öllu nema súkkulaðidropunum, þar til myndast þykkt deig.
 • Hrærið því næst út í súkkulaðidropum með sleif (bætið við 1 msk af súkkulaðidropum til að setja ofan á kökurnar). Það má líka nota saxað súkkulaði að eigin vali eða sleppa því að setja súkkulaði út í deigið og setja eingöngu súkkulaði ofan á.
 • Setjið ½-1 msk af deiginu á bökunarpappír á ofnplötu.
 • Bakið í 10-12 mín (eða ögn lengur ef þið viljið hafa þær aðeins stökkari) þar til smákökurnar eru farnar að taka smá lit, takið þær úr ofninum og látið kólna í 10 mín. Þær stífna aðeins við það að fá að standa.
 • Í stað hunangs má nota ½ bolla af hrásykri eða kókóspálmasykri. Nota má Maple sirop frá GoodGood ef þið viljið hafa smákökurnar sykurlausar.
 • Hvítir súkkulaðidropar frá Änglemark eru líka góðir fyrir þá sem vilja.
 • Það má einnig nota 1 hörfræjaegg (flax egg) ef fólk kýs að sleppa eggjum.
Hnetusmjörs- og súkkulaðibitakökur

Gleðilegan jólabakstur!

Ásdís