Súkkulaði jólanammi
½ bolli bráðin kókósolía
2/3 bolli hreint kakóduft
1 msk tahini eða möndlusmjör
3 msk hunang
½ tsk kanill
¼ bolli gróft saxaðar pistasíuhnetur
¼ bolli gróft saxaðar saltaðar möndlur
2-3 msk kókósmjöl
½ bolli goji ber
- Hrærið saman í skál bráðinni kókósolíu, kakó, möndlusmjöri, hunangi og kanil þar til vel blandað saman.
- Setjið bökunarpappír á ofnplötu og hellið súkkulaðiblöndunni ofan á bökunarpappírinn og dreifið úr með sleif.
- Toppið með söxuðum hnetum, goji berjum og kókósmjöli (megið nota hvaða hnetur eða fræ eða þurrkaða ávexti sem er).
- Setjið í kælir eða frystir og brjótið svo í hæfilega munnbita og njótið.
- Ath að súkkulaðið bráðnar fljótt við stofuhita þannig best að láta ekki standa of lengi.
Hnetusmjörs- og súkkulaðibitakökur
1 bolli fínt hnetusmjör
1/3 bolli hunang (má vera ¼ b)
1 tsk matarsódi
½ bolli súkkulaðidropar
1 egg
- Hitið ofninn í 175°C. Hrærið saman í skál öllu nema súkkulaðidropunum, þar til myndast þykkt deig.
- Hrærið því næst út í súkkulaðidropum með sleif (bætið við 1 msk af súkkulaðidropum til að setja ofan á kökurnar). Það má líka nota saxað súkkulaði að eigin vali eða sleppa því að setja súkkulaði út í deigið og setja eingöngu súkkulaði ofan á.
- Setjið ½-1 msk af deiginu á bökunarpappír á ofnplötu.
- Bakið í 10-12 mín (eða ögn lengur ef þið viljið hafa þær aðeins stökkari) þar til smákökurnar eru farnar að taka smá lit, takið þær úr ofninum og látið kólna í 10 mín. Þær stífna aðeins við það að fá að standa.
- Í stað hunangs má nota ½ bolla af hrásykri eða kókóspálmasykri. Nota má Maple sirop frá GoodGood ef þið viljið hafa smákökurnar sykurlausar.
- Hvítir súkkulaðidropar frá Änglemark eru líka góðir fyrir þá sem vilja.
- Það má einnig nota 1 hörfræjaegg (flax egg) ef fólk kýs að sleppa eggjum.


Gleðilegan jólabakstur!
Ásdís