Til þess að taka þátt í gjafaleiknum þarftu að fara inná Instagramið og fara eftir leiðbeiningum á nýjustu færslunni!
Ég er að gefa Certified Organic Primer sem gefur mjög góðan raka og lyktar mjög vel! Tvo bursta V egan Kabuki Brush fyrir farða og Vegan Fan Brush sem mér finnst geggjaður til að setja á highlighter. Einnig er ég að gefa Baked Mineralised Bronzer sem er ekkert smá fallegur og svo nauðsynlegur í desember. Loose Mineral Eye Dust í litlum Gold Dust er fullkominn augnskuggi á augnlokið ásamt því er hægt að nota hann sem highlighter. Síðan að lokum er ég að gefa hinn fullkomna nude varalit, Organic Vegan Lipstick í litnum Nude Pink.
Förðunin er mjög hátíðarleg og er með gullitaðari augnförðun ásamt því að vera með rauðar varir.
Til þess að sjá förðunarmyndbandið í heild sinni getiði kíkt á Facebook-síðu Inika og einnig inná Instagramið hjá þeim!
En takk kærlega fyrir að lesa og sjáumst síðar <3
– Hildur Sif Hauks