Jólahnetusmjör

Jólahnetusmjör

Innihald: 

  • 250 grömm af valhnetum frá Himneskri Hollustu (einn pakki)
  • 150 grömm af pekanhnetum frá Horizon (tveir pakkar) 
  • 4 msk af hlynsírópi frá Naturata (eða meira ef vill)
  • 1 msk kanill
  • 1/2 tsk múskat
  • 1/2 tsk engifer

Aðferð:

Fyrst skal rista hneturnar inn í ofni í ca. 10-15 mínútur við 150-160°C. Fyrst leggið þið hneturnar á plötu með bökunarpappír undir og hellið hlynsírópinu og jólakryddblöndunni yfir. Hrærið vel í hnetunum svo að hver hneta fái hlynsíróp og kryddblöndu á sig. Dreifið hnetunum svo vel yfir plötuna, setjið inn í ofn og ristið. Ég vill benda á að gott er að fylgjast með hnetunum svo þær brenna ekki.

Valhnetusmjor-2

Valhnetusmjor-4

Þegar búið er að rista hneturnar skal setja þær heitar í matvinnsluvélina og blanda blanda blanda! 

Fyrst verða hneturnar að grófu mjöli. Þið þurfið stoppa, skrapa meðfram hliðunum og halda áfram að blanda nokkrum sinnum. Olían fer svo smá saman að losna úr hnetunum og verða þá þær að deigi. Haldið áfram að blanda þar til þið fáið áferð sem ykkur líst vel á. Það er góð regla að blanda alltaf örlítið lengur en þú ætlaðir þér, 2-3 mínútum lengur. 

Valhnetusmjor-5

Valhnetusmjor-6

Þegar hnetusmjörið er tilbúið finnst mér gott að saxa niður örlítið af valhnetum og hræra þeim vel við hnetsmjörið til að gera það aðeins grófara og meira „crunchy“.

Geymið hnetusmjörið í lokaðri krukku eða loftþéttu íláti. Það er hægt að geyma hnetusmjörið inn í ísskáp eða einfaldlega upp í skáp, á dimmum stað. Hnetusmjörið endist í einhverja mánuði, þó mæli ég með að klára það innan 4-5 vikna upp á bragðið. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu, Horizon og Naturata

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT