Það er fátt jólalegra en að steikja jólamöndlur svo ekki sé minnst á dásamlega ilminn sem verkinu fylgir. Meðfylgjandi er einföld uppskrift af möndlum steiktum upp úr kanil og hrásykri. Möndlurnar er tilvaldar til þess að gefa í tækifærisgjafir í desember.
½ bollir vatn
1 bolli hrásykur frá Muna
2 bollar möndlur frá Muna
1 msk kanill frá Muna
-Setjið sykurinn, vatnið og kanilinn saman á pönnu og stillið á miðlungs hita.
-Þegar blandan nær suðu er möndlunum bætt við.
-Hrærið vel í möndlunum og látið allan vökvann gufa upp.
-Þá eru möndlurnar orðnar húðarar í kanilsírópi.
-Gætið þess að hræra vel allan tímann eða í ca 15 mín.
-Hellið möndlunum svo á bökunarpappír og leyfið þeim að kólna.
https://www.instagram.com/p/CXG6MceAT7d/?utm_source=ig_web_copy_link