Search
Close this search box.
Jólanart

Jólanart

Innihald:

 

  • 200 grömm möndlur frá Himneskri Hollustu
  • 150 grömm valhnetur frá Himneskri Hollustu
  • 50 grömm graskersfræ frá Himneskri Hollustu
  • 150 grömm pekanhnetur frá Horizon
  • 2 msk kanill frá Himneskri Hollustu 
  • 4 msk hlynsíróp frá Naturata (líka hægt að nota hunang eða Sweet Like Syrup frá Good Good Brand)

 

Jolanart2

Jolanart

Aðferð:

Hitið ofninn upp í 180°C. Skellið öllu hráefninu í stóra skál og hrærið vel saman. Dreifið vel úr jólanartinu á plötu með bökunarpappír eða silikon mottu undir og ristið í 10-20 mínútur. Hafið auga með jólanartinu síðustu 10 mínúturnar því valhneturnar eiga það til að brenna fljótt. 

Njótið eða gefið! Jólanartið er tilvalið með í jólapakkann!

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram

Þangað til næst. Hátíðarkveðjur!

 

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT