Aðventukrans
Allt í þennan aðventukrans fékk ég í verlsuninni Pier en hún er í miklu uppáhaldi. Ég vissi í raun ekkert hvað ég vildi gera en fann mér bara allskonar fallegt og setti saman á þennan glerbakka. Kom frekar krúttlega út! Hreindýrið fékk ég einnig í Pier.
Jólatréð
Jólatréð fékk ég í Ikea og er það 150 cm á hæð. Vildi hafa það aðeina hærra uppi þannig ég setti það uppá lítið borð og vafði síðan loðteppi í kring
Ég vildi hafa tréð aðeins öðruvísi þannig ég spreyaði það með gervisnjó. Fékk það í Garðheimum.
Ég vildi hafa tréð í hvítu og silfurlituðu þema. Einnig fannst mér mjög skemmtilegt að vera með fjaðrir og fugla á trénu sem ég fékk í Pier. Hitt jólaskrautið er úr Ikea og Garðheimum.
Mikilvægt svo að skella í eina mynd með trénu sínu!
En takk kærlega fyrir að lesa og ef þið viljið fylgast eitthvað meira með mér er ég rosalega dugleg á bæði Instagram&Instagram stories!
Þangað til næst <3
– Hildur Sif Hauksdóttir