Þessar sykurlausu hrákökukúlur sem og hrákakan er snilld til að eiga inni frysti til að grípa í með kaffibollanum eða sem eftirréttur. Ég notaðist við matvinnsluvél til að setja saman botninn, en það er alls ekki nauðsyn að eiga matvinnsluvél, hægt er að nota góðan blender í staðinn t.d. Nutrabullett.
Kaffisúkkulaði döðluhrákaka
10 mjúkar steinlausar döðlur
2 dl Sólblómafræ
2 dl Kókosflögur
2 msk Kókosolía
1 bolli uppáheldur kaffi
2 tsk Kókoshveiti
1 msk Kakóduft
2 dl Gluteinlaust kornflex
1 dl Möndlumjólk
6 dropar kókos/vanillu stevía (val)
Döðlur, kókosolía, kaffi, kókoshveiti og kakó blandað vel saman í matvinnsluvél.
Þegar blandan er orðin mjúk og döðlurnar náð að blandast vel saman við hráefnin, setjið blönduna í skál og hrærið sólblómafræjunum, kókosflögunum og kornflexi saman við. Ég setti það ekki í matvinnsluvél því ég vildi hafa það í bitum í kökunni. Blandið möndlumjólk saman við til að mýkja blönduna aðeins.
Stevíu blandað saman við ef ykkur finnst þörf á því.
Botninn þjappaður niður í hringlaga form, gott er að hafa smjörpappír svo auðvelt er að taka kökuna upp. Kakan sett í frysti í um 1-2 klst.
Súkkulaðikrem
1 plata sykur og gluteinlaust súkkulaði (ykkar val um súkkulaði þarf ekki að vera sykurlaust)
2 msk möndlumjólk/laktósafrí mjólkbrætt saman í pott eða yfir heitu vatnsbaðiKremið verður meira og aðeins þynnra þegar ég set smá mjólk á móti.
Súkkulaði salthnetu döðlukúlur
1 bolli Kasjúhnetur
8 Mjúkar steinlausar döðlur
1 msk Kókosolía (brædd svo í potti/örbylgju)
1 tsk Kókoshveiti
1 tsk Hreint kakó
1 dl Kókosflögur
1 dl Möndlumjólkklípa salt aðeins til að fá rétta salthnetu bragðið
6 dropar karamellu/vanillu stevía (val, þarf ekki döðlurnar gefa góða sætu)
Döðlurnar bræddar í potti, Kasjúhneturnar og Kókosflögurnar saxaðar í grófa bita Öllu blandað saman í skál þar til blandan verður mjúk, bæta meira af möndlumjólk ef blandan er of þurr.
Litlar kúlur mótaðar og settar á smjörpappír. Inn í frysti í klukkustund áður en kúlunum er velt upp úr súkkulaði.
Súkkulaði á kúlurnar
1 plata sykur og gluteinlaust súkkulaði (hægt að nota sama og á hrákökuna)
2 msk möndlumjólk/laktósafrí mjólkBrætt saman í potti eða yfir heitu vatnsbaði.
Gott er að setja smá salt í súkkulaðið.
Góða helgi til ykkar