Kakó og kertaljós

Kakó og kertaljós

Þorláksmessa er gengin í garð og margir hverjir að klára síðustu handtökin fyrir sjálfan aðfangadag og í mörgu að snúast. Það er því mikilvægt að staldra við og njóta dagsins, horfa á jólaljósin, fara út að leika og skella í dásamlegt jólakakó. Meðfylgjandi er uppskrift af einu slíku frá MUNA.

Uppskrift:

1 dl vatn
2.5 msk kakó frá MUNA
3 tsk sykur
1/2 tsk vanilla
1/2 tsk salt
Dass af kanil frà MUNA
2 bollar mjólk að eigin vali

Rjómi
Skraut að vild

Aðferð:
Hitið saman vatn, kakó, sykur, vanillu og kanil. Bætið því næst mjólkinni og saltinu saman við og hitið í 2 – 3 mín.

Drekkið – njótið, og endurtakið eins oft og þið viljið.

Sjá nánar hér;
h
ttps://www.instagram.com/reel/CXtouv7AEfM/?utm_source=ig_web_copy_link

Gleðileg jól!

NÝLEGT