Search
Close this search box.
Kanilsnúðar með kaffinu

Kanilsnúðar með kaffinu

Innihald:

300 gr HH grófmalað spelt
200 gr HH fínmalað spelt
250 gr HH reyrsykur (hrásykur)
200 gr HH kókoshnetuolía eða smjör
2 egg
1 dl lífræn mjólk eða möndlumjólk frá Isola Bio
Dass af kanil
2 1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk vanilluduft frá Naturata

Aðferð: Deigið hnoðað og flatt út með kökukefli (helmingur í einu). Kanilsykri stráð yfir (reyrsykur og kanill) gott að bleyta útflatta deigið með smá mjólk svo að kanilsykurinn festist betur við. Deiginu er síðan rúllað upp og rúllan skorin í bita.

Snúðarnir eru bakaðir í 170 C° heitum ofni í 20-25 mínútur.

*HH er Himnesk Hollusta

Höfundur: Ebba Guðný

Hvað er betra en heitir kanilsnúðar með kaffinu?

Kanilsnúðarnir eru dásamlegir og fljótlegir frá Ebbu Guðnýju.

NÝLEGT