Ef þú vilt hafa þinn eftirrétt sykurlausan, glútein og laktósafrían þá erum við að tala saman. Þið sem haldið að kaka sem er EKKI með þessu innihaldi sé ekki eins góð þá skora ég á ykkur að prufa þessa því hún kemur ykkar á óvart!
Skyrterta sem er tilvalin fyrir helgina
Botninn sjálfur er mjúkur og með grófum bitum, ykkar val hversu grófa bitana þið viljið hafa í kökunni
– 3 dl Gluteinlausir hafrar settir í blender/matvinnsluvél
– 1 dl Kókoshveiti
– 1 dl Grófur kókos á móti 1/2 dl fínn kókos (ef þið eigið ekki til bæði, þá er hægt að setja meira af öðru hvoru)
– 1 dl Sólblómafræ
– 1 dl – Graskersfræ
– 8 Macadamian hnetur gróflega saxaðar
– 3 msk kókosolía sett í skál og bráðin yfir vatnsbaði/örbylgju
– 2 dl Laktósafrí mjólk eða möndlu/kókos/haframjólk
– 6 til 8 Dropar af karamellu steviu frá NOW
– 1 msk Strásætan frá Via Health
– Klípa salt eftir smekk
Blöndunni hrært vel saman. Kókoshveitið þykkir blönduna vel svo ef blandan er of stíf í sér bæta þá meira af mjólkinni sem þið völduð við. Blandan má vera örlítið blaut svo hún þjappist vel saman niður í hringlaga mót. Passa að blandan verði þó ekki of blaut, þessi köku áferð sem við viljum hafa, að botninn sé þykkur í sér.
Botninn settur inn í frysti á meðan skyrblandan er búin til.
Skyrlagið
– 3 dl Laktósafrír rjómi frá Örnu þeyttur í sér skál
– 3 til 4 msk af Laktósafrí Örnu grísku jógúrti hrært rólega saman við rjómann
Ég valdi hreina gríska frá Örnu til að geta sætt hana sjálf með 3-4 dropum af kókos eða vanillu stevíu. Skyrlagið á að vera létt í sér alls ekki of stíft eins og grísk sé í meirihluta, þá þarf að bæta meira af rjómanum við.
Blandan dreifð yfir hrákökubotninn, og inn í frysti aftur í um klukkustund.
Sykurlaust 70% súkkulaði ásamt kókosflögum og jarðaberjum sett á toppinn. Það er val hvers og eins hvað þið setjið á toppinn, alltaf er gott að hafa fersk ber ef ég myndi mæla með einhverju ofan á.
Njótið vel
– Karitas Óskars