Search
Close this search box.
Katrín Kristinsdóttir

Katrín Kristinsdóttir

Til þess að kynna mig aðeins þá er ég tvítug úr Kópavoginum og var að klára Verzló þar sem ég var á hagfræðibraut. Ég elska að ferðast og ég reyni að ferðast eins mikið og ég mögulega get. Þegar ég ferðast finnst mér mjög skemmtilegt að taka ljósmyndir, borða local mat og kynnast menningu landsins. 

katrin/bulgaria

Bby

Mér finnst mjög gaman að baka þegar ég dett í gírinn en mér finnst eiginlega mun skemmtilegra að skreyta kökur og gera mat girnilegan. Svo þið munið klárlega sjá mikið af mat og uppskriftum á síðunni minni. Ég elska líka að prófa nýja veitingarstaði svo ég mun líka deila með ykkur mínum uppáhalds stöðum og réttum.

Screen-Shot-2017-07-13-at-21.10.02

Screen-Shot-2017-07-13-at-21.21.36

Það sem er framundan hjá mér er árs pása frá námi þar sem ég ætla að vinna, ferðast um landið og enda svo árs pásuna með því að fara í heimsreisu með vinkonu minni. Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með undirbúningnum og reisunni hér inni. 

Screen-Shot-2017-07-13-at-20.51.39

Screen-Shot-2017-07-13-at-20.53.08

Ég er mjög dugleg að taka myndir þegar ég ferðast svo það verður skemmtilegt fyrir ykkur að fylgjast með. 

Screen-Shot-2017-07-13-at-21.25.07

Screen-Shot-2017-07-13-at-21.25.40

Þið getið fylgst betur með mér á Instagram þar sem ég er dugleg að pósta bæði myndum og setja í story.

Screen-Shot-2017-07-13-at-20.36.42

Katrín Kristinsdóttir

NÝLEGT