Hvers vegna ættir þú að prufa ketilbjölluæfingar?
- Margar ketilbjölluæfingar taka á öllum eða nánast öllum líkamanum.
- Það fylgir þeim ekkert “vesen“ eins og getur verið með stangir – finna rekka, plötur, klemmur o.s.frv.
- Það er gaman að prufa nýjar og skrýtnar æfingar.
- Þær bjóða upp á mikinn fjölbreytileika og æfingabankinn er í raun endalaus.
- Þær eru mjög tæknilegar og reyna því á hausinn líka.
- Þær eru kúl – sérstaklega ef þú ert búin/n að mastera rétta tækni.
Hvernig æfingar er hægt að gera og hvernig á að gera þær?
Æfingabankinn er nánast endalaust þegar kemur að ketilbjölluæfingum en kíktu á þennan link til að sjá myndbönd og útskýringar á 52 mismunandi ketilbjölluæfingum. Prufaðu þig endilega áfram og byrjaðu með léttar bjöllur á meðan þú ert að ná tækninni og síðan getur þú unnið þig upp í þyngdum.
Ein af mínum uppáhalds: Goblet Squat
Það sem ég elska við þessa er að hún tekur ekki bara á rassvöðvunum heldur efri líkamanum líka. Þú þarft að spenna kviðinn vel og ert líka að virkja hendurnar og axlirnar.
Prufaðu að hafa mini-band rétt fyrir ofan hné þegar þú gerir æfinguna. Teygjan neyðir þig til að ýta hnjánum í sundur og hjálpar þér að komast dýpra í hnébeygjuna. Mér finnst líka hjálpa að setja tvær litlar plötur undir hælana en þá er eins og ég sé í lyftingaskóm og ég kemst ennþá dýpra.
Samsettar ketilbjölluæfingar / ketilbjölluflæði
Það er bæði hægt að taka æfingu eins og t.d. ketilbjöllusveifluna og gera hana bara eina og sér en það er líka hægt að taka samsettar æfingar eða ketilbjölluflæði. Ég bendi ykkur á að kíkja á Eric Leija á Instagram sem ég talaði um hér að framan en hann er mjög duglegur að deila hugmyndum að samsettum ketilbjölluæfingum sem taka á öllum líkamanum.
@indianajohanns
@indianajohanns