Search
Close this search box.
Ketó bananabrauð án banana að hætti Kristu

Ketó bananabrauð án banana að hætti Kristu

Gamla góða bananabrauðið klikkar seint en fyrir þá sem eru á ketó matarræði er hið hefðbundna bananabrauð, með öllum sínum kolvetnum, einfaldlega ekki í boði. Þá eru góð ráð dýr en sem betur fer hefur Krista ráð undir rifi hverju og hefur hent hér í eina ljúffenga bananabrauðs uppskrift fyrir ketó klíkuna.

Innihald:

 • 150 g möndlumjöl frá NOW
 • 100 g sæta, sweet like sugar frá Good Good
 • 1/2 msk lyftiduft
 • 1/2 tsk kanill
 • 3 egg
 • 1 msk Fiber sýróp gold
 • 1 tsk vanilludropar
 • 80 ml möndlumjólk frá Isola
 • 1/2 tsk bananaextract ef þú átt, má sleppa fæst í Allt í köku
 • 60 g sýrður rjómi
 • 6 msk brætt smjör

Aðferð:

Blandið saman öllum þurrefnum í skál og hrærið.

Pískið saman egg, sýrðan rjóma, vanillu, sýrópi og möndlumjólk í annarri skál ásamt smjörinu og bætið svo þurrefnum saman við. Þetta verður svona fljótandi deig.

Látið standa í skálinni í 5 mín en hellið svo deiginu í aflangt form, silikon t.d. eða klæðið álform með smjörpappír og bakið í því.

Það er frjálst að setja hnetumulning yfir deigið áður en bakað er, t.d. valhnetur eða pekanhnetur. Ég setti múslí sem ég átti og það kom mjög vel út. Gott að baka í 40-45 mín á 170° hita. Það borgar sig að láta brauðið

NÝLEGT