Ketó Bounty kókosbiti

Ketó Bounty kókosbiti

Hvort sem það er hið klassíska Bounty súkkulaðistykki eða blái kókos molinn í jólakonfektinu, þá er nokkuð ljóst að áður nefndir syndsamlegu bitar eru stútfullir af sykri og því kannski ekki við allra hæfi, þ.e. þeirra sem eru að reyna að draga úr sykrinum. Það er hins vegar ekki tíminn til að örvænta núna fyrir kókos unnendur því hér að neðan má finna gómsæta sykurlausa ketó kókosbita sem sannarlega minna á gamla góða Bounty-ið, nema án alls samviskubitsins. Njótið!

Innihald:

  • 40 g ósaltað smjör
  • 65 g kókosolía Himnesk hollusta
  • 1/2 tsk vanilludropar eða 1/2 tsk piparmyntuessence
  • 1 kúfuð msk af fínmalaðri sætu, sweet like sugar frá Good Good
  • 100 g kókosflögur eða gróft kókosmjöl Himnesk hollusta
  • 100 g sykurlaust súkkulaði til að hjúpa með

Aðferð:

Bræðið fituna í potti á lágum hita ásamt sætunni.

Bætið bragðefnum saman við og hrærið vel saman, næst fer kókosmjölið út í, bæði hægt að nota grófar flögur eða gróft kókosmjöl.

Hellið blöndunni í lítið form, 20×20 cm sirka. Kælið eða frystið.

Hitið yfir vatnsbaðið súkkulaði en það er líka hægt að hita í örbylgjuofni.

Þynnið með örlítilli kókosolíu eða mct ef þarf og hellið yfir kælda kókosstykkið.

Frystið eða kælið aftur og skerið svo niður í hæfilega bita og njótið.

NÝLEGT