Ketó karamellur með Good Good sýrópi

Ketó karamellur með Good Good sýrópi

Jesú gat breytt vatni í vín en deildi hins vegar aldrei aðferðinni með neinum. María Krista getur hins vegar breytt smjöri, rjóma og sykurlausu sýrópi í bragðgóða ketó karamellu – og hún deilir því með okkur öllum.

Takk María!

Innihald:

  • 150 g sýróp frá Good good
  • 50 g smjör
  • 2 dl rjómi
  • vanilluduft 1/3 tsk eða vanilludropar
  • gróft salt eftir smekk

Aðferð:

Hitið smjör í þykkbotna potti eða pönnu

Bætið sýrópi við og látið bubbla í nokkrar mín á frekar hærri hita þar til brúnast aðeins.

Hellið rjóma saman við og lækkið hitann, eldið niður í 30-40 mín, jafnvel lengur eða þar til karamellan er þykk.

Gott er að setja smá karmellu á teskeið og dýfa í kalt vatn til að athuga hvort hún sé klár. Ef hún lekur út í vatnið þá þarf að hita áfram.

Hellið svo karamellunni í form með smjörpappír og stráið saltinu yfir.

Kælið, ég lét bara í ísskáp og það stífnaði þar en það má líka frysta.

NÝLEGT