Ketó kókoskúlur

Ketó kókoskúlur

Við höldum áfram með gómsætar ketó uppskriftir frá Kristu hér á H Magasín. Nú eru það kókoskúlur fyrir þá sem eru á ketó og vilja fá örlítið sætt bragð inn í tilveruna.

Innihald

  • 100 g smjör, mjúkt
  • 1 dl sweet like sugar frá Good Good, gott að fínmala í blandara
  • 1/2 dl hampfræ frá Himneskri hollustu
  • 1/2 dl chia fræ frá Himneskri hollustu
  • 2 msk kakó
  • 2 dl malaðar möndlur frá Himneskri hollustu eða möndlumjöl frá NOW
  • 1 tsk vanilludropar má líka nota rommdropa
  • 2 msk kalt kaffi
  • 1 dl gróft kókosmjöl til að velta kúlunum upp úr

Aðferð

Maukið allt innihald í kröftugum blender.

Ég nota Thermomixinn minn í allt svona en það má líka nota hrærivél.

Kælið allavega í 1 klst og mótið svo kúlur úr deiginu.

Veltið kúlunum upp úr grófu kókosmjöli. Raðið þeim fallega á disk, kælið eða frystið. Þessar eru dásamlega góðar með kaffinu.

NÝLEGT