Ketó piparmyntuís með súkkulaðibitum

Ketó piparmyntuís með súkkulaðibitum

Þegar kemur að gómsætum eftirréttum sem henta þeim sem eru á ketó sem og þeim sem vilja draga úr sykurneyslu, þá er meðfylgjandi piparmyntuís sannkölluð guðsgjöf. Gjöfin kemur þó ekki frá almættinu sjálfu, heldur frá henni Maríu Kristu sem einmitt gaf út á dögunum, í samvinnu við H Magasín, ketó uppskriftarbækling, stútfullan af girnilegum ketó uppskriftum. Bæklinginn má finna á rafrænu formi hér.

Þessi ís er ekta „föstudags“ og viljum við því deila honum með lesendum okkar, nú á þessum fallega föstudegi.

Gjörið svo vel!

Innihald

  • 1 dós kókosmjólk, t.d. Thai Choice
  • 500 ml rjómi
  • 140 g Xylitol frá NOW
  • 1/4 tsk salt
  • 1/4 tsk Xanthan Gum
  • 1 tsk piparmyntudropar
  • 60 g sykurlaust súkkulaði í bitum
  • grænn matarlitur

Aðferð

Fínmalið sætu og blandið saman við, xanthan gum og salt. Hellið kókosmjólkinni og piparmyntudropum, matarlit í pott og hitið á meðalhita, bætið þurrefnum saman við og látið blönduna þykkjast. Kælið

Þeytið rjómann og takið til hliðar.

Blandið nú saman og rjómanum, súkkulaðibitunum og setjið svo í aflangt form eða hvernig form sem hentar.

Frystið.

NÝLEGT