Search
Close this search box.
Ketó rabarbara pæ

Ketó rabarbara pæ

ketó rabarbara pæ

Áfram höldum við með ketó uppskriftir frá Maríu Kristu og nú er það ketó rabarbara pæ. Þessi uppskrift er alveg ósvikin enda rifjar rabarbara bragðið upp fyrir manni gamla og góða tíma, enda hefðin fyrir rabarbörum fylgt Íslendingum um langt skeið.

Í deiginu má finna allskyns hollustu. Ber þar einna helst að nefna möndlu- og hörfræmjöl, kókoshveiti, macadamiuhnetur og kanil. Hér er því nóg af hollri fitu og próteini sem styður vel við ketó mataræðið.

Rabarbara pæ – deigið

 • 120 g möndlumjöl frá NOW
 • 20 g hörfræmjöl NOW
 • 1 msk kókoshveiti frá NOW
 • 100 g macadamiuhnetur NOW
 • 60 g fínmöluð sæta, Sweet like sugar eða Erythritol frá NOW
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk kanill
 • 50 g smjör, ósaltað, kælt og brytjað niður í litla bita
 • 1 lítil eggjahvíta eða um 20 g úr brúsa
 • 1 tsk Xanthan gum en má sleppa

AÐFERÐ:

Setjið allt sem á að vera í deiginu í matvinnsluvél. Með Thermomix stilli ég á 20 sek/ hraði 4,5

Það er hægt að nota aðra blandara en mögulega minni skammta í einu.

ávaxtablandan sjálf

 • 200 g frosin eða fersk jarðaber
 • 350 g rababari frosinn eða ferskur
 • 50 g sæta Sweet like sugar eða Erythritol frá NOW
 • 1 msk sítrónusafi

Hægt er að fylgjast með öllu því sem María Krista er að bardúsa hér á Instagram síðu hennar.

Viltu skoða fleiri heilsusamlegar uppskriftir?

Þegar þú hefur lokið þér við þetta bragðgóða ketó rabarbara pæ er mál að kíkja á fleiri heilsusamlegar uppskriftir hér á H Magasín.

NÝLEGT