Ketó súkkulaðibúðingur

Ketó súkkulaðibúðingur

Við höldum áfram að kynna fyrir lesendum okkar góðar ketó uppskriftir og nú er komið að dásamlega saðsömum eftirrétt. Þessi súkkulaðibúningur kemur til með að slá í gegn í matarboðum helgarinnar, sem að sjálfsögðu mega ekki telja meira en 19 manns!

Það er sem fyrr hún María Krista sem á heiðurinn að þessari uppskrift.

Gjörið svo vel.

Innihald:

  • 500 ml rjómi
  • 4 msk fínmöluð sæta, Sweet like sugar eða Erythritol frá NOW
  • 2 msk kakó, gott að nota kakó frá Nóa Siríus
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1 msk skyndikaffiduft, má sleppa en er mjög gott og gefur bragð

Aðferð:

Blandið öllu vel saman í hrærivél, fyrst rólega en svo á meiri hraða og þeytið þar til rjóminn stífnar.

Það er mjög fallegt að sprauta búðingnum í fallegar skálar og bera fram með nokkrum jarðaberjum, hindberjum eða bláberjum.

Það er líka fallegt að sprauta smá rjóma með og rífa sykurlaust súkkulaði yfir ef þið eruð í stuði.

NÝLEGT