Ketó uppskriftir Kristu

Ketó uppskriftir Kristu

Heilsusamlegar ketó uppskriftir frá Maríu Kristu.

Felstir sem aðhyllast ketó matarræði þekkja Maríu Kristu vel enda hefur hún verið ötul í því að þróa og deila með fylgjendum sínum girnilegum og gómsætum ketó uppskriftum. Við ákváðum því að fá hana í lið með okkur hér á H magasín og setja saman nokkrar heilsusamlegar og bragðgóðar uppskriftir til þess að deila með lesendum okkar. Hægt er að skoða uppskriftirnar með því að smella á bæklinginn hér að neðan:

Ein af uppáhalds uppskriftum ritstjórnar H magasín frá Maríu Kristu er Macadamiu nammi sem ætti svo sannarlega að gleðja bragðlauka þeirra sem hana smakka.

Macadamiu nammi:

100 g möndlumjöl NOW

50 g macadamiuhnetur NOW

60 g smjör ískalt

70 g sæta, sweet like sugar frá Good Good

7.macadamiustykki

AÐFERÐ BOTN:

Blandið öllu vel saman í matvinnsluvél í nokkrum atrennum, athugið að hafa smjörið ískalt, deigið á að vera eins og mylsna.

Þjappið næst deiginu í smjörpappírsklætt form og bakið í 10-15 mín á 150° Kælið.

FYLLING:

180 g Monki hnetusmjör

60 g smjör

60 g fínmöluð sæta/ sweet like sugar frá Good Good

50 ml rjómi

1/2 tsk vanilludropar

AÐFERÐ FYLLING:

Hitið smjör og hnetusmjör saman í örbylgjuofni eða í potti þar til mjúkt. Þeytið sætu, rjóma og vanilludropum saman við með

handþeytara.

Hellið blöndunni yfir kældan hnetubotninn.

SÚKKULAÐIHJÚPUR:

85 g súkkulaði, t.d. 85% eða 2 stk Choco Perfection Dark.

2 msk smjör

AÐFERÐ HJÚPUR:

Hitið súkkulaði og smjör yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni. Hellið yfir kælda hnetusmjörsfyllinguna og frystið.

Skerið í hæfilega bita. Gott er að strá grófu sjávarsalti yfir stykkin.

Hér að neðan er hægt að skoða ketó bæklinginn í heild sinni sem inniheldur fræðslu um bætiefni og fjölda uppskrifta af máltíðum og girnilegum eftirréttum.

Skoða fleiri ketó uppskriftir frá Maríu Kristu:

Hér getur þú skoðað ketó uppskriftir á H Magasín.

NÝLEGT