Search
Close this search box.
Ketó-væn pizza með geitaosti

Ketó-væn pizza með geitaosti

María Krista er snillingur þegar kemur að ketó uppskriftum og hér deilir hún með okkur ketó-vænni uppskrift að pizzu.

Botn

 • 180 g mosarella ostur
 • 2 msk rjómaostur
 • 60 g möndlumjöl frá NOW
 • 20 g hörfræmjöl frá NOW
 • 1 tsk edik
 • 1 egg
 • 1/2 tsk salt

Ofaná

 • 4-6 msk geitaostur
 • sletta af rjóma
 • 1 gulur laukur
 • fersk basilika
 • 3 msk balsamikedik

Aðferð

Hitið ostana saman í örbylgjuofni þar til þeir verða fljótandi. Bætið við öðru innihaldi og hrærið vel saman. Fletjið út með olíubornum fingrum eða notið 2 arkir af smjörpappír í verkið. Pikkið í botninn með gaffli. Bakið botninn á 200° hita með blæstri þar til hann er byrjaður að brúnast, ca 5-10 mín.

Þynnið út geitaost með dálitlum rjóma svo hægt sé að smyrja honum á pizzuna. Steikið lauk upp úr smjöri þar til hann karmellast. Salt og pipar eftir smekk. Dreifið úr ostinum á pizzabotninn, setjið laukinn yfir, basiliku og/eða ruccola og dreifið balsamediki yfir í lokin.

Gott er að setja örlítið af sykurlausu sýrópi yfir pizzuna.

NÝLEGT