Það toppar fátt gamla góða vöfflukaffið og enginn ætti að þurfa að neita sér um góðar vöfflur með sultu og rjóma. Þess vegna ákvað María Krista að henda í uppskrift að vöfflum sem hentar þeim sem eru á ketó eða lágkolvetna mataræði. Þessar einstöku ketó vöfflur henta að sjálfsögðu öllum hinum líka, sem e.t.v. eru að leita leiða til þess að setja sunnudags vöfflukaffið í hollari búning.
Innihald í ketó vöfflur:
- 120 g rjómaostur
- 4 egg
- 80 g möndlumjöl frá Himneskri Hollustu
- 2 msk olía, t.d. MCT olía frá NOW
- 1 tsk vínsteinslyftiduft
- 20 g Sweet like sugar, Nick´s eða sambærileg sæta
- 2 tsk vanilludropar
- 1/2 tsk Xanthan Gum
Aðferð:
Setjið allt hráefni saman í skál og þeytið saman, það er hægt nota góðan blandara í verkið en einnig er hægt að þeyta deigið saman með handþeytara.
Hitið vöfflujárnið og látið deigið standa á meðan og “taka sig”.
Bakið svo vöfflurnar hverja á fætur annarri, þessi uppskrift gerir um 8 þykkar og flottar ketó vöfflur. Svona ekta sunnudagskaffiskammtur.
Afhverju ketó?
Í stuttu máli snýst ketó um að draga það mikið úr kolvetna inntöku að líkaminn fer að brenna ketónum. Líkaminn nýtir þá umrædda ketóna sem orkugjafa í stað kolvetna. Þessir ketónar eru sameindir sem líkaminn framleiðir úr fitu í lifrinni. Slíkt gerist þegar hann hefur engum kolvetnum að brenna. Markmiðið er því að koma líkamanum í ketó ástand með því að borða mjög lítið af kolvetnum og próteinum en mjög mikið af fitu. Algengt viðmiðunar hlutfall orkuefnanna er 5% kolvetni, 15-20% prótín, 75-80% fita.
Allt snýst þetta um viðmiðunarhlutfall orkuefnanna yfir daginn eða í hverri máltíð fyrir sig. Því er ekki hægt að segja um einstaka fæðutegundir að þær séu annaðhvort ketó eða ekki, heldur eru þær mis ketó vænar. Ketó ástand er svo hægt að mæla með blóðprufu sem gerir það frábrugðið flestum öðrum mataræðum eða kúrum.
Margir finna gífurlegan mun á sér ef þeir fara á ketó mataræði og rannsóknir sýna að slíkt mataræði getur haft jákvæð heilsufarsleg áhrif fyrir marga.
Fleiri uppskriftir á H Magasín
Hér getur þú skoðað fleiri heilsusamlegar uppskriftir inn á H Magasín