Kíktu í skápinn hans Begga Ólafs

Kíktu í skápinn hans Begga Ólafs

Matur

Matur-beggio

Chia fræ

Chia fræ hafa lengi verið nefnd fæða hlauparans því þau geta aukið súrefnisupptöku, gefið góða orku sem endist lengi og komið í veg fyrir að líkaminn þorni upp. Chia fræ eru auk þess bólgueyðandi, innihalda mikið af próteini, trefjum, kalsíum, magnesíum, andoxunarefnum og ómega-3 fitusýrum.

Möndusmjör – Monki

Möndlusmjörið frá Monki er besta möndlusmjör sem ég hef smakkað. Gott út á hafragraut, á maískex, með banana og í þeytinginn. Næringarrík fæða sem gefur góða orku. 

Hampfræ

Rétt eins og með chia fræ, þá innihalda hampfræ mikið af próteini, trefjum, adoxunarefnum, ómega-3 fitusýrum og öðrum mikilvægum næringarefnum eins og kalsíum og járni. Hampfræ gefa góða orku og hjálpa til við endurheimt eftir æfingu þar sem þau eru bólgueyðandi. Bættu hampfræjum við þeytinginn, út á salatið, morgunkornið og grænmetisréttinn. 

Rauðrófusafi – Voelkel

Rauðrófusafinn frá Voelkel er sennilega gæðamesti rauðrófusafinn á markaðinum í dag. Það er frábært að fá sér rauðrófusafa fyrir átök sem reyna á þol og úthald. Rauðrófusafi eykur súrefnið sem fer til vöðvanna sem þýðir að þú getur hlaupið hraðar í lengri tíma og verður ekki jafn fljótt þreytt/ur. Drekktu tæplega hálfan lítra tveimur til þremur tímum fyrir æfingu.  

Baunir

Baunir eru frábær fæða. Hvort sem þú notar þær í hummus (kjúklingabaunir), hádegismatinn eða á salatið þá klikka þær sjaldan. Mikilvægt er að prófa sem flestar baunir og prófa ólík krydd á þær. Uppáhalds baunirnar mínar eru t.d. kjúklingabaunir, nýrnabaunir og linsubaunir.

Kínóa

Ég vil meina að kínóa séu hin nýju hrýsgrjón. Kinóa er “fullkomið” prótein, en það inniheldur allar amínósýrur sem við þurfum að fá úr fæðunni. Kínóa er meinholt og er algjör snilld sem aukaréttur.

Hnetur

Það er afar gott að geta gripið í hnetumix sem millimál eða skjótfengna orku fyrir átök.

Þegar mig langar í eitthvað sætt

Nakd

Frábærir hrábarir sem innihalda mestmegnis döðlur, kasjúhnetur og rúsínur. Þeir eru án viðbætts sykurs, glútens og mjólkurafurða. Góður kostur þegar mér langar í eitthvað sætt. Cocoa Delight og Cashew Cookie bragðtegundirnar eru í miklu uppáhaldi. 

BAI

Mér finnst gott að fá mér BAI drykkinn þegar ég er þreyttur á kaffinu og þegar mig langar í eitthvað sætt að drekka. BAI er bragðgóður drykkur sem inniheldur meðal annars koffín frá grænu te-i, andoxunarefni og lágan sykurstuðul þar sem mesta sætan kemur frá stevíu og erythritoli.

Vítamín og bætiefni

NOW-beggio

Green Phytofoods 

Bætiefni sem inniheldur mikið af grænni fæðu, jurtum, trefjum og ensímum. Sem dæmi um græna fæðu sem Green Phytofoods inniheldur má nefna: Spirulínu, chlorellu, spínat, hveitigras og brokkolí duft. Græn fæða er mikilvæg fyrir heilsuna okkar og er kannski það helsta sem vantar í fæðuna hjá Íslendingum. Græn fæða er oft svolítið bragðvond en ótrúlegt en satt þá finnst mér Green Pytofoods bragðast ágætlega. Ég get því ekki annað en mælt með Green Phytofoods. Flott viðbót við þeytinginn eða sem heilsuskot.

Probiotic 10 – 25 billion 

Ég er nýlega búinn að uppgvöta hvað góð melting og þarmaflóra skiptir miklu máli fyrir heilsuna. Ég fór því að taka inn meltingagerla á hverjum degi. Þeir styðja við ónæmiskerfið og heilbrigða þarmaflóru sem hjálpar til við upptöku á næringarefnum.

Þú getur fengið vöruna hér

Maca

Maca er næringarík fæða sem inniheldur amínósýrur, hollar fitusýrur, vítamín og steinefni. Maca getur aukið orku, þol, einbeitingu og kynkvöt. Ég innbyrgði maca í töfluformi á hverjum degi.

Þú getur fengið vöruna hér .

MCT olía 

MCT fitusýrur eru góðar fyrir þyngdarstjórnun. Þegar ég læt MCT olíu í kaffið mitt verð ég saddari og langar minna í eitthvað sætt. Þessar fitusýrir meltast líka hraðar en margar aðrar og gefa því hraðfengna orku.

Þú getur fengið vöruna hér

Curcubrain og Curcufresh 

Kúrkúmin er virka efnið úr túrmerik. Bæði er það mjög ríkt af andoxunarefnum og er öflug bólgueyðandi fæða. Kúrkúmin er hreinsandi, verkjastillandi og hefur góð áhrif á endurheimt. Curcubrain er 65 sinnum sterkara en venjulegt kúrkúmin. CurcuFRESH er 40 sinnum sterkara en venjulegt kúrkúmin.

Þú getur fengið Curcubrain hér

Þú getur fengið Curcufresh hér

D-vítamín 

D-vítamín er mikilvægasta vítamínið fyrir okkur Íslendinga, sérstaklega yfir dimmu mánuðina þegar sólin lætur lítið sjá sig. D vítamín stuðlar að eðlilegri upptöku kalsíums, viðhaldi beina, tanna, vöðvastarsfemi og starfsemi ónæmiskerfisins.

Þú getur fengið vöruna hér

B12 vítamín

B12 er mikilvægt vítamín, sérstaklega fyrir þá sem borða ekki kjöt og mjólkurvörur. Þetta vítamín stuðlar meðal annars að eðlilegri starfsemi taugakerfisins, sálfræðilegri starfsemi, starfsemi ónæmiskerfisins og dregur úr þreytu.

Þú getur fengið vöruna hér.  

Morgunþeytingurinn – Salat í morgunmat!

Ég elska að fá mér salat í morgunmat. Hljómar ekki mjög vel, en að gera sér þeyting er ótrúlega góð leið til að innbyrgða meira grænt yfir daginn. Uppskriftin hér að neðan gefur einn líter. Drekktu ½ líter í morgunmat og ½ eftir æfingu. Prófaðu þennan þeyting og finndu út hvort þú verðir ekki orkumeiri og jafnir þig fyrr eftir æfingar.

75 gr grænkál/spínat

2 bananar

2 msk chiafræ frá Himneskri Hollustu

2 msk hampfræ frá Himneskri Hollustu

1 msk green phytofoods frá NOW

1 bolli af frosnum bláberjum

1 msk möndlusmjör frá MONKI

1 appelsína

Fylla upp í með vatni

Höfundur: Beggi Ólafs
Instagram: beggiolafs

NÝLEGT