Search
Close this search box.
Kínóa grautur í haustbúning

Kínóa grautur í haustbúning

Uppskrift fyrir einn

Innihald

  • 1 dl af kínóa frá Himneskri Hollustu
  • 2 dl af möndlumjólk frá Isola Bio
  • 1 tsk af kanil frá Himneskri Hollustu (eða bara eftir smekk)
  • 1 msk af hlynsírópi
  • 1 grænt epli, skorið í bita
  • Stevía (ef maður vill)

Auka: 

  • Valhnetur
  • Graskersfræ
  • Möndlur 

Kinoagrautur

Aðferð

Byrjið á því að skola kínóa fræin undir köldu vatni. Ég hellti þeim í sigti og skolaði þau í vaskinum. Setjið þau svo í pott ásamt möndlumjólkinni, kanil og hlynsírópi. Ef þið viljið getur verið gott að setja nokkra dropa af karamellu eða vanillu stevíu fyrir auka sætu eða jafnvel strá döðlusykri yfir, ég nota hann oft ef ég vill fá smá sætu. 

Hitið grautinn upp að suðumarki og lækkið svo hitann aðeins. Leyfið grautnum að malla í 15-20 mínútur. Ég ætla að viðurkenna að ég fór frá grautnum í smá stund sem ég átti EKKI að gera því það fór allt út um allt! Svo hafið auga með pottinum! Ef það flæðir upp úr pottinum, lækkið hitann örlítið. 

Þegar grauturinn er búinn að sjóða í 15-20 mínútur, slökkvið á hitanum og leyfið honum að standa í 5 mínútur. Hrærið svo vel í grautnum og borðið hann heitan.

Njótið með grænum eplum, ristuðum valhnetum, graskersfræjum og möndlum eða hverju sem er! 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram

 

Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT