Höfundur: Ragga Nagli
Þó lyktarskynið hafi yfirgefið bygginguna, þá er bragðið enn til staðar að miklu leyti sem betur fer. Annað væri katastrófa fyrir matargatið.
Þegar sú gula glennir sig í miðjum aprílmánuði í Danaveldi með átján gráður á hitamælinum er upplagt að skella í einn svellkaldan og gómsætan kirsuberjasmúðing. Toppaðan með stökku granóla til að gefa kröns undir tönn.
Innihald:
1 skófla NOW Foods Iceland MCT mysuprótín
250g frosin kirsuber
1/2 tsk xanthan gum
100 ml ósætuð möndlumjólk
2 msk Good Good Ísland sweet like sugar
Aðferð:
Mauka allt með töfrasprota og skella svo í hrærivél og þeyta á hæstu stillingu í 3-4 mínútur eða þar til líkist þeyttum rjóma í áferð. Skúbba í fallega kókoshnetuskál eða aðra fallega skál sem gleður ykkur. Toppa með handfylli af sykurlausu hindberjagranóla eða hverju því granóla sem ykkur þykir gott og bæta svo við berjum t.d bláberjum, hindberjum, jarðarberjum.
Horuð súkkulaðisósa Naglans er ómissandi í partýið.
2 msk dökkt bökunarkakó
7-10 dropar kókoshnetu Stevía
Njóta niður í báðar rasskinnar með lítilli skeið í algjörri núvitund.