Kjarnaæfingar á bolta: Myndband

Kjarnaæfingar á bolta: Myndband

Líkamlegur styrkleiki byggir alltaf á kjarnanum. Kjarninn okkar eru ekki einungis kviðvöðvarnir eins og margir halda heldur eru um 30 vöðvar beintengdir kjarnanum og saman gera þeir okkur kleift að hreyfa okkur sem heil eining. En hverjir eru ávinningar þess að æfa kjarnavöðva líkamans?

  • Styrkir kviðvöðvana
  • Kennir vöðvunum okkar að vinna betur saman á áhrifaríkari hátt
  • Hjálpar til við að koma í veg fyrir meiðsli
  • Styrkir og bætir stöðugleika búksins (e. torso)
  • Getur bætt öndun
  • Auðveldar rétta dreifingu þyngdar og aðstoðar líkamann við að nota afl
  • Eykur taugavöðvaboð líkamans og tauga- og vöðvastjórnun fyrir skilvirka hreyfingu og líkamsstöðu
  • Bætir hrygg- og líkamsstöðu bæði í æfingum og kyrrsetu

Workout--7-of-12-

Hægt er að gera fjöldann allan af æfingum sem styrkja kjarnann okkar en við í RVKfit sýndum hugmyndir af nokkrum á Snapchat um daginn. Í þetta skiptið notuðum við æfingabolta til þess að gera æfingarnar enn áhrifaríkari. Óstöðugleiki æfingaboltans gerir það að verkum að þörf er á að virkja enn frekar kjarnavöðvana við æfingarnar. Huga þarf að því að spenna kviðinn, halda líkamanum stöðugum í gegnum æfingarnar og passa líkamsstöðuna.

Hægt er að nota þessar hugmyndir til þess að bæta kjarnaæfingum inn í æfingaplan eða gera þær allar saman sem æfingahring þrisvar sinnum í gegn svo dæmi sé tekið. Mikilvægt er að hver og einn geri æfingarnar á sínum hraða. Hver æfing er gerð 6-10 sinnum í einu. Sjá myndband hér að neðan:

Myndband: Hugmyndir að kjarnaæfingum á bolta


Höfundur: Birgitta Líf
Instagram: @birgittalif
Snapchat: RVKfit

NÝLEGT