Byrja á því að skera kjúklingabringur langsum í sirka 3 þunnar sneiðar hver bringa. Kryddaðar með kjúklingakryddi, hvítlauks steikingakrydd og grænmetiskrydd og kjúklingurinn lagður í eldfastmót.
Það sem ég blanda við kjúklinginn ofan í fatið
– Askja sveppir
– Rauð paprika smátt skorin
– Rauðlaukur smátt skorinn
– 2 pressaðir hvítlauksgeirar
– Olivu Olía sett yfir
Ofan á réttinn set ég svo
– Parmaskinku rifin gróflega yfir
– Rautt pestó, dreift yfir hvern bita sirka 1 tsk
– Ferskur kóríander smátt saxaður
– Kirsuberja tómatar
– Kryddað aftur eftir smekk
Inn í ofn í 30-40 mín á 180 gráður svo hækka hitann í 200 undir lokinn til að grilla grænmetið og parmaskinkuna
Með þessum rétt gerði ég ofnbakað grænmeti til sem meðlæti
– Sætkartefla skorin í litla teninga, velt upp úr Olivu olíu, hvítlauk, chillý kryddi og grænmetissalt
– Blómkál skorið gróft og kryddað eftir smekk á ofnplötu
Köld kóríander hvítlauks jógúrt sósa
– Sítrónusafi
– Ferskur Chillý smátt saxaður
– Ferskur Kóríander
– Grænmetissalt og pipar
– Pressaður Hvítlaukur
– létt AB mjólk
Njótið vel og eigið ljúft kvöld!