Innihald
- 2 dl tröllahafrar frá Himneskri Hollustu
- Hálfur banani í sneiðum
- 150+ ml vatn
- 150+ ml möndlu- eða kókosmjólk frá IsolaBio
- 3-4 ferskar, steinlausar döðlur frá Himneskri Hollustu (hægt að setja ofaná grautinn frekar en gott að leyfa þeim að mýkjast í pottinum)
- 1 tsk kókosolía frá Himneskri Hollustu (ekki bragðlaus)
- 1 tsk gróft hnetusmjör frá Monki
Aðferð
- Haframjöl og 1/2 banani settur í pott með c.a. 150 ml vatni og 150 ml möndlu- eða kókosmjólk.
- Leyfið að malla í 10-12 mínútur og hrærið í við og við svo brenni ekki í botninum (ekki hafa pottinn of heitan en þó nógu heitan þannig grauturinn malli aðeins). Þú munt þurfa að bæta við meiri möndlumjólk og vatni.
- Rétt undir lokinn þegar grauturinn er að verða klár bættu þá við 3-4 söxuðum, ferskum döðlum, 1 tsk kókosolíu og 1 tsk grófu hnetusmjöri og hrærðu saman.
- Gott að bera fram með t.d. banana, kanil, ávöxtum, möndlum og/eða döðlum og möndlu- eða kókosmjólk.
Ef þið ákveðið að prufa þennan segi ég bara verði ykkur svo innilega að góðu!
Ef þið viljið fylgjast betur með mér er ég á Instagram undir notendanafninu indianajohanns .