Kókostoppar í hollari kantinum ,,ala Ragga nagli“

Kókostoppar í hollari kantinum ,,ala Ragga nagli“

Hvernig væri að nýta heimavistina í að prófa sig áfram í eldhúsinu í hollustugúmmulaðisgerð?

Kókostoppar eru dýrðarinnar dásemd í munni og geta dimmu í dagsljós breytt.

En margir eru því miður fabrikkaðir og svo stútfullir af auka efnum og rotvarnarefnum að það sést hvorki blettur, mygla né hrukka á þeim þó þú gleymir þeim í skúffunni í marga mánuði….. hér er talað af reynslu.

Hér er sykurlaus og hollari útgáfa af kókostoppum til að maula með familíunni og njóta niður í hverja frumu.

Innihald

  • 2 msk kókosolía (t.d Himnesk Hollusta)
  • 140 g kókoshnetuhveiti (t.d Bob’s Red mill coconut flour)
  • 70g kókosmjöl (shredded coconut)
  • 5-7 dropar NOW Foods Iceland kókoshnetu Stevia
  • 60g Good Good Sweet like sugar erythritol
  • 3 eggjahvítur
  • 300 ml ósætuð möndlumjólk (Isola)
  • 100g bráðið ósætað dökkt súkkulaði (t.d Nicks eða Valor með Stevia, fæst í Nettó)

Aðferð:

Notaðu skeið til að slumma c.a 2 msk af deigi á bökunarplötu.
Bleyttu hendurnar og mótaðu toppa. Bakaðu í c.a 15 mínútur á 180°C eða þar til þær eru orðnar gullinbrúnar eins og eftir viku á Ibiza.

Leyfðu dúllunum að kólna aðeins áður en þú dýfir rassinum á þeim í bráðið súkkulaðið.

Voilá…. hálftíma síðar áttu gordjöss gúmmulaði.
Geymist vel í kæli í 5-6 daga
Eins má henda þeim í frystinn.

Höfundur: Ragga nagli

NÝLEGT