Kókosbitar

Kókosbitar

Innihald:

  • 100 grömm af kókosmjöli frá Himneskri Hollustu (það eru ca. 2,5 dl eða einn bolli)
  • 1 dl af fljótandi kókosolíu frá Himneskri Hollustu (það eru sirka 3-4 vænar msk af harðri kókosolíu)
  • 1/4 – 1/2 dl af hlynsírópi frá Naturata (þið getið líka prófað hunang)
  • 60 grömm af 75% súkkulaði frá Naturata + 1 tsk af kókosolíu 

_MG_6873

Aðferð

Byrjið á því að setja kókosmjölið, kókosolíuna og hlynsírópið í skál og hrærið vel saman. Leggið svo næst blönduna í form (ég nota brauðform) og munið eftir því að setja bökunarpappír undir svo auðvelt sé að taka kókosblönduna upp úr forminu. Ég klippi tvær lengjur af bökunarpappír og set þær í kross eins og þið sjáið á myndinni hér fyrir neðan. Það er auðveldara seinna meir að fjarlægja kókosblönduna á þennan hátt með því að toga í „spottana“ fjóra. Stappið blöndunni vel niður og sléttið úr henni. Kókosblandan fer svo inn í ísskáp í 15-20 mínútur til að harðna en þökk sé kókosolíunni þá festist kókosinn vel saman!

Coconut

Næst skal bræða súkkulaðið. Ég bræddi 60 grömm af súkkulaði ásamt 1 tsk af kókosolíu í örbylgjuofninum en það er fljótlegra en að láta súkkulaðið bráðna yfir vatnsbaði. Þegar súkkulaðið er bráðnað þá hellið þið því ofan á kókosblönduna og dreifið vel úr því. Svo getið þið stráð kókos yfir en það er ekki nauðsynlegt.

Setjið því næst formið inn í ísskáp í 30 mínútur til að leyfa súkkulaðinu að kólna og harðna. Að þeim tíma loknum skal skera kókosinn í bita. Geymið kókosbitana í lokuðu íláti inn í ísskáp í nokkra daga. 

Njótið! 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram eða bætt mér við á Snapchat en ég er undir nafninu astaeats

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

 Þessi færsla er gerð í samstarfi við Himneska Hollustu og Naturata

Höfundur: Asta Eats

 

 

 

NÝLEGT