Search
Close this search box.
Kókoshnappar

Kókoshnappar

Innihald:

  • 200 grömm af kókosmjöli frá Himneskri Hollustu (1 poki, ca. 5 dl.)
  • 1/2 dl fínmalað spelt frá Himneskri Hollustu 
  • 1 dl af fljótandi kókosolíu frá Himneskri Hollustu (það er ca. 3-4 vænar tsk af harðri kókosolíu)
  • 1 dl af hlynsírópi frá Naturata 
  • 2 plötur af dökku súkkulaði frá Chocolate and Love, brætt niður með 1 tsk af kókosolíu (ég notaði 55% með kakónibbum og hver plata er 80 grömm)

 

Aðferð:

Setjið allt hráefni í stóra skál og hrærið vel saman. Leyfið blöndunni að standa í 5 mínútur til að leyfa kókosmjölinu að draga í sig kókosolíuna sem harðnar og þannig festast hnapparnir betur saman.

Hér kemur vinnan – ég á ekki ísskeið sem er virkilega eitthvað sem ég þarf að fjárfesta í. Ef þið eigið ísskeið þá mæli ég með að nota hana og móta kókoshnappana með henni. Ég hins vegar notaði hendurnar og mótaði hnappana með því að kreista blönduna í höndunum og „púsla“ henni saman í hnapp. Það virkar ekki að rúlla blöndunni saman en þá fer hún í sundur. Ég mótaði kókosblönduna fyrst í hálfgerðan kubb, lagði kubbinn svo niður á plötuna (með silikon mottu undir) og mótaði þá enn betur. 

Setjið kókoshnappana inn í miðjan ofn á 175°C í 15-20 mínútur. ATH! Ofntíminn fer algjörlega eftir hversu litlir eða stórir hnapparnir eru. Fylgist með þeim svo að þeir brenni ekki en hnapparnir eru tilbúnir þegar að kókosinn er orðin gylltur eða gulbrúnn.

Leyfið kókoshnöppunum að kólna í 15 mínútur. Bræðið svo súkkulaðið og dýfið botninum á kókoshnöppunum ofan í. Það er líka gott að sletta smá súkkulaði á toppinn ef það er afgangur. Geymið í loftþéttu íláti í 7-10 daga. Það þarf ekki að geyma hnappana inn í ísskáp. 

Ef þið viljið fylgjast betur með mér getið þið fylgt mér á Instagram

Þangað til næst, verið heil og sæl! 

 Höfundur: Asta Eats

NÝLEGT