Kókoshveiti brauðstangir
1 egg
2 msk kókoshveiti
Ca 1 lúka rifinn ostur
Hvítlaukskrydd, salt og pipar eftir smekk.
Auka ostur ofan á eftir smekk.
Ef blandan er þurr má bæta við mjólk/vatni .
Mótið nokkrar brauðstangir úr deginu(mæli með að hafa þær ekki of þykkar) og leggið á bökunarplötu. Bakið í ca 10 mín á 180° heitum ofni. Takið stangirnar út og dreifið osti ofan á þær. Setjið þær svo aftur inn í ofn í ca 5-7 mínútur eða þar til brauðstangirnar eru orðnar gullinbrúnar og smá krispí.
Best er að mauka tómata og krydda til að nota sem brauðstangasósu, en einnig er hægt að nota venjulega pizzasósu.
Verði ykkur að góðu.
Snapchat: RVKFIT
Instagram: ingibjorgthelma
Höfundur: Ingibjörg Thelma Leópoldsdóttir (RvkFit)